Vetrarfrí í Landakotsskóla 25. og 26. febrúar
Það verður vetrarfrí í grunnskólum Reykjavíkurborgar mánudaginn 25. febrúar og þriðjudaginn 26. febrúar. Að því tilefni verða ýmsir viðburðir fyrir alla fjölskylduna um og eftir helgi.
Það verður vetrarfrí í Landakotsskóla mánudaginn 25. febrúar og þriðjudaginn 26. febrúar sem og í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Á vef borgarinnar rvk.is eru upplýsingar um fjölbreytta dagskrá sem sett hefur verið saman í tilefni vetrarfrís. Fjölskyldan er hvött til að vera saman í fríinu og foreldrar/forráðamenn geta sótt ókeypis frístund og menningu séu þau í fylgd barna.