Verkefnaskrá

on .

Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar. Bekkjarfulltrúar eru kosnir af foreldrum eða tilnefndir í samráði við fyrri bekkjarfulltrúa, á fundi með umsjónarkennara að hausti. Æskilegt er að bekkjarfulltrúar séu minnst tveir fyrir hvern bekk og að einungis sé skipt um annan bekkjarfulltrúann í hvert sinn, þannig að þeir sitji tvö ár í senn.

Stjórn foreldrafélagsins heldur fund með öllum bekkjarfulltrúum einu sinni á ári og er þeim innan handar varðandi skipulagningu og upplýsingar.

Bekkjarfulltrúa eru tengiliðir og verkstjórar, þeir:

  • Taka þátt í starfi foreldrafélagsins og virkja aðra foreldra til samstarfs.
  • Skipuleggja bekkjarskemmtun utan skólatíma til að nemendur og foreldrar hittist, kynnist og eigi ánægjulega stund saman. Viðmið: Hittast a.m.k tvisvar fyrir jól og tvisvar e. jól
  • Skipuleggja vinahópa.
  • Skapa vettvang fyrir foreldra til að hittast, kynnast og spjalla t.d. með kaffihúsahittingi. Mjög gott er að samræma reglur fyrir bekkinn s.s. notkun tölva, boð í afmæli, afmælisgjafir, bannaðar kvikmyndir og tölvuleikir o.s.frv.
  • Mæta á aðalfund foreldrafélagsins sem haldinn er á haustmisseri.

Verkefnaskrá

on .

Tveir sérstakir hátíðisdagar eru hér ár hvert í samvinnu skólans og foreldrafélagsins, aðventuhátíð og vorhátíð. Á aðventuhátíð býður 10. bekkur upp á kaffi en allir foreldrar leggja til bakkelsi. Selt er inn á kaffið og fær 10. bekkur ágóðan af kaffisölunni í ferðasjóð. Á vorhátíð hittast foreldrar skólans og er þá haldið happdrætti og er ávinningur notaður til að endurbæta og styrkja skólann, t.d. til tölvukaupa eða til að laga lóða skólans.

Foreldrafélag

on .

Markmið foreldrafélags Landakotsskóla er að vera samstarfsvettvangur foreldra sem eiga börn í skólanum, að efla og tryggja gott samstarf foreldra og starfsfólks skólans.

Félagið styður heimili og skóla við að skapa nemendum góð uppeldis- og menntunarskilyrði. Félagið kemur á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skóla- og uppeldismál auk þess sem það stendur vörð um réttindi barna til mennta og aukins þroska.

Handbók foreldrafélaga grunnskóla

Stjórn foreldrafélags: 

Anna Lísa Björnsdóttir – formaður/chair  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  / 6593804

Helgi Þór Þorsteinsson – gjaldkeri/treasurer This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Anna María Bogadóttir – meðstjórnandi/boardmember (contact to city council) This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Krisztina Kocsmar – meðstjórnandi/boardmember This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Elsa Jacquesson – meðstjórnandi/boardmember This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Ásta Olga Magnúsdóttir – varamaður/vice-boardmember This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Torfhildur Jónsdóttir – varamaður/vice-boardmember This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Elísabet Helgadóttir – varamaður/vice-boardmember This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Tengiliðir foreldra við Grænfánaverkefni/Eco-school project parents contacts:

Ásta Olga Magnúsdóttir og Ragna Skinner This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  & This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.