Bókasúpa foreldrafélagsins-Parents association´s book soup

on .

14.nóvember 

Kæru foreldrar, 
Hin árlega Bókasúpa Foreldrafélags Landakotsskóla, haldin þriðjudaginn 15 nóvember milli 6 og 9, verður ævintýralega gómsæt og girnileg þetta árið.
Móðir náttúra sér um að gleðja og seðja maga og bragðlauka meðan hlustað er á skemmtilegar kynningar nýrra barnabóka og splunkunýtt og fræðandi spil verður dregið upp.
Að þessu sinni verða eingöngu barnabækur í boðinu en við stefnum að fullorðinssetu síðar í vetur.

Ævar Vísindamaður kynnir og les úr sinni nýju bók, Þín eigin hrollvekja. 
https://www.facebook.com/visindamadur/

Linda Ólafsdóttir kynnir Íslandsbók barnanna sem hún vann með Margréti Tryggvadóttur. 
http://www.dv.is/menning/2016/10/6/islandsbok-fyrir-born/

Birgitta og Heiðdís Inga forsýna splunkunýtt borðspil - Fuglafár.
http://www.hi.is/frettir/fuglafar_hlaut_nyskopunarverdlaun_forsetans
https://www.facebook.com/fuglafar/

Meðfylgjandi er tengill á facebook síðu atburðarins:
https://www.facebook.com/For.Landakots/
Verð: súpa og brauð, 1200 kr fyrir fullorðna, 600 kr fyrir börn (allur ágóði rennur til styrktar innra starfs skólans)

Með von um að sjá sem flesta!
Stjórn Foreldrafélagsins

Dear parents, 
The Parent Association´s annual Booksoup event will be held next Tuesday, 15 November, between 6 and 9 PM. Delicious soup from Móðir Náttúra will be served and acclaimed Icelandic children´s writers will introduce their work. Ævar the Scientist will read from his new book ´Your Very Own Horror Story´and Linda Ólafsdóttir will introduce ´The Children´s Iceland Book´ which she coauthored with Margrét Tryggvadóttir. A new Icelandic board game called ´Bird Mania´ will also be introduced. 
Soup and bread: 1200 ISK for adults, 600 ISK for children (all proceeds go to support academic life at Landakot)
event link: https://www.facebook.com/For.Landakots/

We hope to see you there, 
The Parent Association 

Alþjóðadagur gegn einelti, 8. nóvember 2016

on .

Alþjóðadagur gegn einelti, 8. nóvember 2016

Í gær, 8. nóvebmer, var alþjóðadagur gegn einelti og í tilefni dagsins héldu nemendur og starfsfólk Landakotsskóla út á plan og sungu söngva um vináttu og fordómaleysi.

Hægt er að skoða myndir frá alþjóðadeginum í myndasafni Landakotsskóla undir valstikunni Nemendur hér að ofan eða með því að smella hér.

Nemendaráð Landakotsskóla 2016-2017

on .

Nemendaráð Landakotsskóla

Fyrsti nemendaráðsfundur í Landakotsskóla haldinn 1. nóvember.

Fulltrúar nemenda voru;

Birna og Kristján fyrir 1. bekk.

Sandra og Matthías fyrir A í alþjóðadeild.

Áslaug og Matthías fyrir 2. bekk.

Ásta og Baldvin fyrir 3. bekk.

Maja og Carola fyrir B í alþjóðadeild.

Auður og Jón fyrir 4. bekk.

Dísa fyrir 5. bekk.

Kristján og Korydwen fyrir 6.bekk.

Sólvin og Una fyrir 7. bekk.

Alma og Ian fyrir C í alþjóðadeild.

Ólafía María og Hera héldu utan um fundinn og munu framvegis funda með hópnum oftast þannig að yngstastigið fundar með Heru og miðstigið fundar með Ólafíu Maríu. Ætlunin er að funda einu sinni í mánuði

Í dag kynntu fulltrúarnir sig. Síðan var rætt um ýmis mál og það var greinilegt að þessir nýkjörnu fulltrúar höfðu ýmislegt til málanna að leggja. Að okkar mati er mikilvægt að við kennum nemendum á lýðræðissamfélagið sem við búum í, að iðka þetta lýðræði og að raddir barna fái að hljóma. En okkur ber skylda sem grunnskóli að finna farveg fyrir raddir barnanna og að þau geti og hafi áhuga á að koma að ákvörðunartöku að málefnum sem þau varðar.

Við hlökkum til að starfa með þessum ágætu börnum.

Hera og Ólafía María