Skólaþing

on .

10. bekkur fór í heimsókn 17. október  á Skólaþing sem er staðsett við Austurvöll, Austurstræti 8-10. Þar sem starfsmaður Alþingis tók á móti okkur og leiddi okkur í gegnum leikinn; við vorum í hlutverki þingmanna. Okkur fannst þetta vera mjög fróðlegt. Við lærðum mikið af þessu verkefni. Bekknum var skipt upp í fjóra flokka, tveir voru í stjórn og tveir í stjórnarandstöðu. Flokkarnir hétu: Hagsældarflokkurinn, Jafningjabandalagið, Landsframboðið og Þjóðflokkurinn.

Þrjú frumvörp voru tekinn fyrir, fyrsta um starfsemi hers á Íslandi, annað um eftirlit með tölvunotkun barna og unglinga, þriðja um kattahald.

Frumvörpin voru öll samþykkt með breytingar tillögum. Nú höfum við ákveðið að fara í heimsókn í Alþingishúsið 27. nóvember til þess að sjá Alþingismenn að störfum.

VETRARFR'I

on .

Ágætu foreldrar.
Við minnum á vetrarfríið föstudaginn 24. og mánudaginn 27. október. Síðdegisvistin verður opin frá kl. 9 - 16 þessa daga, fyrir þá foreldra sem hafa ekki tök á öðru. Óskir þar um þurfa að berast Margréti Káradóttur fyrir miðvikudaginn 22. október, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Með bestu kveðjum, Regína

More Articles ...