Alþjóðadagur móðurmálsins

on .

26. febrúar

thumbnail 20200221 130205
Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir.

Haldið var upp á Alþjóðadag móðurmálsins 21. febrúar sl. Hver bekkur skráði inn á heimskort þau tungumál sem eru töluð í viðkomandi bekk og heimskortið var sett upp á áberandi stað í skólanum. Nemendur og starfsfólk skólans tala samtals yfir 30 tungumál. 

20200221 090626
Smellið á myndina til að skoða fleiri myndir. 

Nemendur í 1. og 2. bekk og 5. og 7. bekk fóru í heimsókn í Veröld og unnu verkefni þar sem áhersla var á pólskt tungumál.

Landakotsskóli er stoltur af þeim fjársjóði sem nemendur eiga í þeim tungumálum sem þeir tala. Það endurspeglar áherslur skólans sem felast ekki síst í öflugri tungumálakennslu.

A-sveit Landakotsskóla í 7-11. sæti á Íslandsmóti grunnskólasveita

on .

26. febrúar
IMG 4359
Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir
 
Íslandsmót grunnskólasveita 1-3.bekkjar fór fram föstudaginn 21.febrúar í íþróttahúsi Smárans í Kópavogi. Landakotsskóli sendi tvær sveitir á mótið og hafnaði A-sveit Landakotsskóla í 7-11. sæti en alls tóku 43 skáksveitir þátt. Flottur árangur! 
 

Skólahald fellur niður á morgun!/No school tomorrow!

on .

13. febrúar 2020

ovedurfeb2020

Allt skólahald fellur niður á morgun föstudag vegna óveðurs í nótt og fyrramálið.
Landakotsskóli verður þó opinn frá kl. 8:00-16:00 fyrir yngstu börn þeirra sem þurfa nauðsynlega að gegna sínum störfum vegna neyðarþjónustu.

Due to very bad weather outlook there will be no school tomorrow Friday. However, Landakotsskóli will be open from 8:00 am to 16:00 pm for the youngest students who have parents working in emergency services.