Aðgerðaráætlun

Ýmis ókeypis kennsluforrit

on .

Ókeypis kennsluforrit
Sebran
Einfaldir stærðfræði- og orðaleikir á fjölmörgum tungumálum. Tungumál er valið í uppsetningu en hægt er að breyta því með að fara í Um Sebran (About Sebran) og velja þar annað tungumál. Forritið getur bæði nýst í lestrarkennslu fyrsta máls eða í byrjendakennslu erlendra mála. Tungumálin eru flest algengustu vestur-evrópsku tungumálin (íslenska þar með talin) auk pólsku, króatísku, tékknesku, grísku, rúmensku, bretónsku, tyrknesku, afríkans, samóa-ísku, og bahasa indónesísku.

Seterra
Landafræðikennsluforrit á ensku, sænsku, frönsku, þýsku, spænsku og ítölsku.

Timez Attack
Forrit sem æfir margföldun. Hægt er að fá ókeypis útgáfu með því að fylla út netfang í græna reitinn allra neðst á síðunni.
Leikurinn gerist í völundarhúsi þar sem drepa þarf tröll með því að leysa margföldunardæmi. Hér eru leiðbeiningar á íslensku um hvernig á að komast að fyrsta dæminu og leysa það.blalal

Hoppandi froskar
Forrit sem æfir grunn að algebru. Smelltu á froskana til að þeir geti borðað. Hver froskur hefur tölugildi (t.d. 2) og borðar rétt dæmi (t.d. a +1 =). Þú þarf að finna gildi a í hverju borði með því að prófa þig áfram. Gildi a helst það sama í borðinu. Þegar þú ert búin að finna að a=1 þá veistu að froskur með töluna 1 borðar (a+1=) en froskur með töluna 0 borðar (a - 1 =)