Þorrinn boðinn velkominn!
Í dag 21. janúar er fyrsti dagur þorra. Sá dagur er nefndur bóndadagur en sá síðasti þorraþræll. Þorri var fjórði mánuður vetrar í forníslensku tímatali og hófst á föstudegi, við upphaf hans taldist veturinn hálfnaður. Við fögnum komu þorrans á föstudegi vikuna 19.-25. janúar.
Í Landakotsskóla héldum við upp á daginn með þorramat sem hefð er fyrir að bera fram á þorra og sumir komu í þjóðlegum búningum s.s. upphlut, lopapeysum og öðrum flíkum úr lopa.