Góður árangur í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna!
Á myndunum eru Ólöf, Fríða og Úlfhildur með barnamálaráðherra og Sófúsi Árna Hafsteinssyni, þjónustustjóra ELKO
Nýsköpunarkeppni grunnskólanna fór fram dagana 19.-21. maí í Háskólanum í Reykjavík. Tvö verkefni frá Landakotsskóla tóku þátt og bæði verkefnin unnu til verðlauna. Úlfhildur vann Hringrásarbikarinn, Fríða og Ólöf unnu Samfélagsbikarinn.
Hringrásarbikar: Úlfhildur Inga O. Gautsdóttir í 7. bekk Landakotsskóla, hlýtur Hringrásarbikar NKG , með hugmynd sína EfnisBangsi. Kennari hennar er Sinead McCarron
Samfélagsbikar: Fríða Lovísa Daðadóttir og Ólöf Stefanía Hallbjörnsdóttir í 7. bekk Landakotsskóla, hljóta Samfélagsbikar NKG, með hugmynd sína Skemmtilegar Biðstofur. Kennari þeirra er Sinead McCarron
Við óskum Sniead, Úlfhildi, Fríðu og Ólöfu innilega til hamingju.
Nánar um keppnina: https://nkg.is/urslitnkg2022/