Myndband frá menningarmótinu í maí
Kristín R. Vilhjálmsdóttir hugmyndasmiður verkefnisins gerði myndband um menningarmótið í Landakotsskóla sem hún sendi okkur á dögunum, smellið á myndina til að skoða myndbandið.
Landakotsskóli er UNESCO skóli og hefur skuldbundið sig til að vinna með heimsmarkmiðin og halda upp á að minnsta kosti þrjá alþjóðlega UNESCO daga. Í maí sl. í tilefni af alþjóðadegi menningalegrar fjölbreytni UNESCO var fjölbreytileikanum fagnað í Landakotsskóla með verkefninu “Menningarmót - fljúgandi teppi”. Allur skólinn tók þátt í mótinu að þessu sinni eða um 350 nemendur skólans. Á menningarmótinu galopnuðu nemendur sína persónulega heima og allar þær “fjársjóðskistur” sem börnin hafa að geyma og uppgötvuðu þannig með nýjum aðferðum öll hin fjöldamörgu tungumál sem eru töluð á meðal nemendanna, en um 35 tungumál eru töluð í skólanum.