Velkomin til Íslands hlaut Skrekkstunguna
Landakotsskóli hlaut sérstök íslenskuverðlaun á úrslitakvöldi hæfileikahátíðar reykvískra unglinga fyrir atriðið Velkomin til Íslands sem fjallaði um hvernig það er að koma til nýs lands og kunna ekki tungumálið.
Íslenskuverðlaun Skrekkstungan voru nú veitt í fyrsta sinn. Rökstuðningur dómnefndar: Atriði Landakotsskóla þótti sýna skapandi tjáningu á íslensku, sló eign sinni á íslenska tungu og dregur fram jákvæð viðhorf til íslensku og málræktar. 18 nemendur úr öllum bekkjum unglingadeildar tóku þátt í Skrekk.
Skrekkstunguna fær það atriði sem þykir skara fram úr í skapandi notkun á íslensku. Markmið verðlaunanna er að styðja við jákvæð viðhorf gagnvart íslensku og draga fram möguleika íslensku í skapandi starfi. Bókmenntaborg og Miðja máls og læsis standa að verðlaununum. Eiríkur Rögnvaldsson var formaður dómnefndar, @Aleksandra Kozimala fyrir hönd Miðju máls og læsis og Kjartan Már Ómarsson fyrir hönd Bókmenntaborgar.
Við óskum nemendum, Guy Stewart leiklistarkennara, Sigríði Ölmu íslenskukennara og Ágústi aðstoðarkennara til hamingju með þennan flotta árangur.
Hér er hægt að horfa á atriðið Velkomin til Íslands