AI-lum­inati vann bikar fyrir bestu liðsheildina í First Lego Leage

on .

KRI lego vinningslid 221119 007 2048x1108
Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir. 

Lið Landakotsskóla, AI-lum­inati vann einn af fjórum bikurum sem veittir eru í foritunarkeppninni First Lego Leage sem fram fór í Háskólabíó og laugardaginn 19. nóvember sl. Bikarinn fengu þau fyrir bestu liðsheildina (CORE VALUES/grunngildi). Grunngildin eru, Uppgötvun/Discovery, nýsköpun /Innovation, áhrif/Impact, þátttaka/Inclusion, teymisvinna/Teamwork, skemmtun/Fun.  Sinead Aine Mc Carron hefur kennt hópnum sem er skipaður eftirfarandi dugnaðarforkum;  Alfred Ása Davíðssyni, Bríet Jóhönnu Arnarsdóttur, Cal Lee Cash-Peterson, Magnúsi Finn Þórðarsyni, Muhammad Shayan Ijaz Sulehria, Oddnýju Áslaugu Kjartansdóttur, Oliwiu Julia Guz og Simón Zarate Eggertsson. Til hamingju öll! 

Þema keppninnar í ár var "Ofurkraftar" (e. Superpowered) 

17 lið úr grunnskólum landsins tóku þátt. Keppn­in, sem er í um­sjón Há­skóla Íslands hér á landi, er hald­in í nánu sam­starfi við grunn­skóla lands­ins. Hún hef­ur verið fast­ur viðburður um ára­bil en þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem þátt­tak­end­ur koma sam­an til keppni.  

Keppn­inni var skipt í fjóra hluta. Meðal verk­efna kepp­enda var að for­rita vél­menni úr tölvu­stýrðu Legói til að leysa til­tekna þraut sem teng­ist áskor­un þessa árs. Þá áttu kepp­end­ur að vinna ný­sköp­un­ar­verk­efni sem teng­ist orku­mál­um í þeirra eig­in nærsam­fé­lagi. Enn frem­ur þurftu keppn­isliðin að gera grein fyr­ir því hvernig þau hanna og for­rita vél­mennið og loks horfði dóm­nefnd keppn­inn­ar sér­stak­lega til liðsheild­ar.

https://vimeo.com/event/2611022/embed/bc76d55844

https://firstlego.is/keppnin/myndir-2022/