AI-luminati vann bikar fyrir bestu liðsheildina í First Lego Leage
Smellið á myndina til að sjá fleiri myndir.
Lið Landakotsskóla, AI-luminati vann einn af fjórum bikurum sem veittir eru í foritunarkeppninni First Lego Leage sem fram fór í Háskólabíó og laugardaginn 19. nóvember sl. Bikarinn fengu þau fyrir bestu liðsheildina (CORE VALUES/grunngildi). Grunngildin eru, Uppgötvun/Discovery, nýsköpun /Innovation, áhrif/Impact, þátttaka/Inclusion, teymisvinna/Teamwork, skemmtun/Fun. Sinead Aine Mc Carron hefur kennt hópnum sem er skipaður eftirfarandi dugnaðarforkum; Alfred Ása Davíðssyni, Bríet Jóhönnu Arnarsdóttur, Cal Lee Cash-Peterson, Magnúsi Finn Þórðarsyni, Muhammad Shayan Ijaz Sulehria, Oddnýju Áslaugu Kjartansdóttur, Oliwiu Julia Guz og Simón Zarate Eggertsson. Til hamingju öll!
Þema keppninnar í ár var "Ofurkraftar" (e. Superpowered)
17 lið úr grunnskólum landsins tóku þátt. Keppnin, sem er í umsjón Háskóla Íslands hér á landi, er haldin í nánu samstarfi við grunnskóla landsins. Hún hefur verið fastur viðburður um árabil en þetta er í fyrsta sinn í þrjú ár sem þátttakendur koma saman til keppni.
Keppninni var skipt í fjóra hluta. Meðal verkefna keppenda var að forrita vélmenni úr tölvustýrðu Legói til að leysa tiltekna þraut sem tengist áskorun þessa árs. Þá áttu keppendur að vinna nýsköpunarverkefni sem tengist orkumálum í þeirra eigin nærsamfélagi. Enn fremur þurftu keppnisliðin að gera grein fyrir því hvernig þau hanna og forrita vélmennið og loks horfði dómnefnd keppninnar sérstaklega til liðsheildar.