Stærðfræðikeppni grunnskólanema
Stærðfræðikeppni grunnskólanema var haldin í MR þriðjudaginn 14. mars. Alls tóku 359 nemendur úr 18 grunnskólum þátt í keppninni úr 8., 9. og 10. bekk eða um 120 í hverjum árgangi og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri. Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur var nú haldin í 18. skipti í Menntaskólanum í Reykjavík en keppnin var síðast haldin fyrir fjórum árum vegna ýmissa takmarkana.
Við erum svo heppin í Landakotsskóla að eiga fulltrúa á meðal 10 efstu. Hún Iðunn Helgadóttir í 10. bekk stóð sig með mikilli prýði og óskum við
henni innilega til hamingju með árangurinn. Hér má sjá Iðunni með þeim nemendum sem voru efstir í 10. bekk á landinu.