Skólaskákmót Landakotsskóla 2016

on .

Skólaskákmót Landakotsskóla 2016


Skólaskákmót Landakotsskóla 2016 fór fram í gær, miðvikudaginn 6. apríl 2016. Tefldar voru sex umferðir eftir svissneska kerfinu. Alls tóku 11 nemendur þátt í mótinu og voru veitt verðlaun í opnum flokki sem og í stúlknaflokki.

Árangur Landakotsstúlkna var með eindæmum, en efstu stúlkur, þær Iðunn Helgadóttir í 3. bekk og Decca Jóhannesdóttir í 6. bekk, unnu einnig til verðlauna í opnum flokki.

Þá varð kornungur skákiðkandi, hún Lóa Daðadóttir í 1. bekk, í þriðja sæti í stúlknaflokki.

Skólaskákmeistari Landakotsskóla 2016 var krýndur Kirill Zolotuskiy, en hann hefur á undanförnum vikum birt skákþrautir úr eigin smiðju á heimasíðu Landakotsskóla.

(Sjá:
Skákþraut úr smiðju Kirils Zolotuskiy
Ný skákþraut frá Kiril Zolotuskiy
3. skákþraut Kirils Zolotuskiy)

Staða efstu keppenda á skólaskákmóti Landakotsskóla 2016 var sem hér segir:

1. Kirill 6v
2.-3.  Iðunn 4½v
  Decca 4½v
4.-5. Adam 4v
  Lóa 4v
6. Henrik  3v
7. Hafdís 2v

Að móti loknu voru allir þátttakendur leystir út með verðlaunapeningi og bókagjöf.

Á myndasíðu Landakotsskóla getur að líta safn með myndum af skólaskákmótinu í gær. Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.

Gríðarleg gróska á sér stað í skákiðkun í Landakotsskóla. Á föstudögum, kl. 14, eru opnar æfingar fyrir 1.-4. bekk í frístund og á mánudögum, kl. 14, eru æfingar fyrir 5.-10. bekk (þar sem yngri, áhugasömum nemendum er einnig boðið að vera með).

Allir velkomnir!