Verkefnaskrá

on .

Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar. Bekkjarfulltrúar eru kosnir af foreldrum eða tilnefndir í samráði við fyrri bekkjarfulltrúa, á fundi með umsjónarkennara að hausti. Æskilegt er að bekkjarfulltrúar séu minnst tveir fyrir hvern bekk og að einungis sé skipt um annan bekkjarfulltrúann í hvert sinn, þannig að þeir sitji tvö ár í senn.

Stjórn foreldrafélagsins heldur fund með öllum bekkjarfulltrúum einu sinni á ári og er þeim innan handar varðandi skipulagningu og upplýsingar.

Bekkjarfulltrúa eru tengiliðir og verkstjórar, þeir:

  • Taka þátt í starfi foreldrafélagsins og virkja aðra foreldra til samstarfs.
  • Skipuleggja bekkjarskemmtun utan skólatíma til að nemendur og foreldrar hittist, kynnist og eigi ánægjulega stund saman. Viðmið: Hittast a.m.k tvisvar fyrir jól og tvisvar e. jól
  • Skipuleggja vinahópa.
  • Skapa vettvang fyrir foreldra til að hittast, kynnast og spjalla t.d. með kaffihúsahittingi. Mjög gott er að samræma reglur fyrir bekkinn s.s. notkun tölva, boð í afmæli, afmælisgjafir, bannaðar kvikmyndir og tölvuleikir o.s.frv.
  • Mæta á aðalfund foreldrafélagsins sem haldinn er á haustmisseri.