Barnasáttmálinn

on .

Barnasáttmálinn

Ísafold og Janelle

Í þessari grein ætlum við að fjalla um 16. og 18. grein í Barnasáttmálanum. Þær fjalla um friðhelgi fjölskyldu og einkalífs, aðgang að upplýsingum og uppeldi og þroska.

Við tókum nokkur viðtöl: Erna, 8. bekk

Við spurðum Ernu hvort það þyrfti að einfalda sáttmálann?

Svar: Já, svo að börn geti vitað, ég skil hann ekki einusinni sjálf. Þó að það sé til einfaldari útgáfa, þá er það ekki nógu einfalt.

Á hvaða aldri ætti að kynna börnum réttindi þeirra?

Svar: Þegar þau eru nógU gömul til að skilja.

Má ekki hafa afskipti af einkalífi barns sem þú þekkir ekki? Jafnvel þó að það sé fræg persóna?

Svar: Nei, það ætti ekki að vera þannig.

Eiga öll börn rétt á að lesa fréttir og vita hvað er að gerast í heiminum jafnvel þó að það sé óhugnanlegt?

Svar: Það fer eftir hversu óhugnalegt.

Sigríður, kennari

Þarf að einfalda sáttmálann svo að börn skilji hann?

Svar: Það ætta að gera tvær gerðir, eina sem börn skilja og annan sem er aðeins nákvæmari.

Á hvaða aldri ætti að kynna börnum réttindi þeirra? Svar:

Þegar barn byrjar í skóla.

Má ekki hafa afskipti af einkalífi barns sem þú þekkir ekki? Jafnvel þó það sé fræg persóna?

Svar: Ekki af óþörfu.

Eiga öll börn rétt á að lesa fréttir og vita hvað er að gerast í heiminum jafnvel þó að það sé óhugnanlegt?

Svar: Það þarf að meta hvort að fréttin sé við hæfi.

Kristján, 5. bekk

Þarf að einfalda sáttmálann svo að börn skilji hann?

Svar: Já, af því bara.

Á hvaða aldri ætti að kynna börnum réttindi þeirra?

Svar: 18 ára

Má ekki hafa afskipti af einkalífi barns sem þú þekkir ekki? Jafnvel þó það sé frægt?

Skil ekki.

Eiga öll börn rétt á að lesa fréttir og vita hvað er að gerast í heiminum jafnvel þó að það sé óhugnanlegt?

Svarið: Já, ef þau vilja það.

Svo spurðum við fleiri hvort að foreldrar ættu að gera það sem er þeim fyrir bestu eða börnunum fyrir bestu, þá sögðu 60% að börnin gangi fyrir, 40% bæði, en 0% það sem er foreldrunum fyrir bestu.

Niðurstaða þessara viðtala er að það þarf að einfalda Barnasáttmálan, jafnvel þó að það sé til einfaldari útgáfa eru mörg orð sem krakkar skilja ekki og hver er tilgangurinn, ef börn þekkja ekki réttindi sín? Það ætti að kynna börnum réttindi sín þegar þau byrja í skóla svo þau viti réttindi sín, maður á ekki að vera blanda sér í eitthvað sem maður veit ekki hvað er, en ef það er eitthvað skrítið í gangi ætti maður að kíkja á það. Það ætti að meta hvort börn megi lesa allar fréttir vegna þess þau mega ekki vera of hrædd við eitthvað sem er að gerast út í heimi, en þau eiga samt rétt á að vita hvað er í gangi og meiri hluti finnst að börn gangi fyrir.