Um rétt til lífs og þroska, rétt til nafns og ríkisfangs og rétt til að halda persónulegum auðkennum
Erna, Nína og Þórunn
Hópur 3, sem var í umsjá þeirra Huldu Signýjar og Stefaníu, fékk 6., 7. og 8. grein Barnasáttmálans að fjalla um.
Þessar greinar fjalla um:
- Rétt til lífs og þroska
Sérhvert barn á meðfæddan rétt til lífs og skulu aðildarríkin tryggja að það megi lifa og þroskast.
- Rétt til nafns og ríkisfangs
Börn skal skrá við fæðingu. Þá eiga þau einnig rétt á nafni og ríkisfangi og að þekkja og njóta umönnunar foreldra sinna eftir því sem unnt er.
- Rétt til að halda persónulegum auðkennum
Aðildarríkjunum er skylt að virða rétt barns til að halda persónulegum auðkennum sínum svo sem ríkisfangi, nafni og fjölskyldutengslum.
Krakkarnir bjuggu til eyju sem þau nefndu Hamingjuland. Þau gerðu vegabréf, bjuggu til reglur fyrir eyjuna sína og gerðu fána. Hver og einn útbjó sitt vegabréf og fána og engin tvö voru eins. Allar reglur miðast við börn, frið og góða framkomu og byggja á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.