Upplýsingamiðlun og dagleg samskipti innan skólans

on .

1) Starfsfólk sýnir hvort öðru virðingu og hlýju, t.d. með því að bjóða góðan daginn.

2) Starfsfólk bíður fram aðstoð sína og baktalar ekki.

3) Ekki skal rætt um persónuleg málefni nemenda eða foreldra í frímínútum. Né við þá sem ekki kenna viðkomandi nemanda. Annars er hér vísað til siðareglna kennara https://www.ki.is/um-ki/stefna/sidareglur

4) Veikindi tilkynnt daglega fyrir klukkan 8: Hringja í Maju s. 8973875 eða 510 8200. Og ekki hafa samband á ókristliegum tímum!

5) Beiðni um leyfi í einstaka tímum: hafa samband við deildarstjóra.

6) Beiðni um lengra leyfi: tala við skólastjóra.

  • Gefið er leyfi í 5 daga hámark allt skólaárið.

  • Kennarar þurfa að undirbúa kennslu fyrir afleysingarkennara í fjarvist sinni.

  • Kennari þarf að vinna upp það leyfi sem hann tekur.

7) Vinsamlega svarið fyrirspurnum sem berast munnlega og skriflega innan sólarhrings eins og kostur er.

Upplýsingamiðlun í daglegum samskiptum á milli heimila og skóla

1) Veikindi: tilkynnt daglega í Mentor eða símleiðis fyrir kl. 8 í s. 510 8200. Láta Sirrý,Maju eða Önnu Guðrúnu vita ef nemandi mætir ekki svo hægt sé að hringja heim.

2) Fyrsta virka dag hvers mánaðar þarf umsjónarkennari að senda yfirlit um mætingu til forráðamanna og grípa til aðgerða í samræmi við áætlun um viðbrögð við ófullnægjandi mætingu. https://www.landakotsskoli.is/index.php/skolinn/aaetlanir-og-stefnur/vidhbroegdh-vidh-ofullnaegjandi-skolasokn-2019-2020

3) Foreldrar geta skráð leyfi í einstaka tímum í Mentor, skólinn þarf að samþykkja í Mentor.
(ef búið er að setja inn t.d. fjarvist í mentor þá þarf að eyða þeirri færslu áður en hægt er að samþykkja nýja færslu eins og t.d. leyfi eða veikindi)

4) Viðtalstími kennara er eftir samkomulagi.

5) Vinsamlega svarið foreldrum innan sólarhrings ef þeir senda bréf - svarið getur verið: erum að skoða málið.