Erasmus
30. maí 2017
30. maí 2017
26. maí 2017
Carter Horner er í 6. bekk Landakotsskóla og hefur verið nemandi hjá Laufey Kristinsdóttir, píanókennara, síðustu tvö árin. Hann tók þátt í Upptakti, sem er tónsköpunarkeppni fyrir 5. – 10. Bekk og samdi verkið „Færibandið“ eða „Conveyers belt“. Hér má sjá viðtal við Carter.
22. maí 2017

Nemendur unglingastigs Landakotsskóla fóru í Borgarfjörð á slóðir Egils sögu sl. föstudag. Fjörðurinn skartaði sínu fegursta í sólskini og sunnanblæ. Nemendur 10. bekkjar, sem hafa verið að lesa Eglu í vetur, sáu um leiðsögnina. Óhætt er að segja að þau stóðu sig öll með mikilli prýði. Allir nemendur unglingastigsins eiga líka hrós skilið fyrir góða umgengni og prúðmannlega framkomu. Nokkrar svipmyndir úr ferðinni má nálgast hér.