Heimspeki í 1. bekk

on .

Heimspeki í 1. bekkÍ heimspekitímum í 1. bekk veturinn 2015–2016 hafa nemendur ástundað heimspekilega samræðu og glímt við rökleikniþrautir af ýmsum toga. Þegar nemendur hafa öðlast færni í aðferð heimspekilegrar hugsunar, fæðast oft bráðskemmtilegar spurningar í huga þeirra. Í tímanum í morgun, þriðjudaginn 16. febrúar 2016, urðu t.a.m. eftirfarandi spurningar til:

Hvernig varð Guð til? (Lóa)

Hvernig voru dagarnir fundnir upp? (Tekla)

Hvernig urðu litirnir til? (Lóa)

Af þessu má til sanns vegar færa að í heimspekitímum hafa þátttakendur, þ.e. bæði kennarinn og nemendurnir, meiri áhuga á að komast að góðum spurningum heldur en því hvort til séu rétt eða röng svör. Heimspekin fæst nefnilega við opnar spurningar, en einkenni þeirra er að við þeim eru oft mörg ólík en jafngild svör – og stundum kannski ekkert svar. 

Kristian Guttesen, heimspekikennari í Landakotsskóla, hefur ritað stutta og fróðlega grein um heimspeki með börnum sem birtist á fjölskylduvefnum Ullendullen.is, en greinina má nálgast með því að smella hér.

Ný skákþraut frá Kiril Zolotuskiy

on .

Hér birtist ný skákþraut frá Kiril Zolotuskiy, en hana samdi hana í skákvali mánudaginn 15. febrúar 2016.

Hvítur leikur og verður patt.

Ný skákþraut frá Kiril Zolotuskiy

Við þessari skákþraut er aðeins ein lausn og má sjá hana með því að smella hér.

Heimspeki í 5 ára deild: Hvað eru draumar?

on .

Í fyrsta tíma vetrarins 2015–2016 var spurningin Hvað eru draumar? rædd. Á sínum tíma fór samræðan um víðan völl, en í tímanum 15. febrúar 2016 var umræðuefnið aftur tekið til skoðunar. Að þessu sinni komst hópurinn nokkuð fljótt að niðurstöðu og sammæltist um eftirfarandi svar:

Draumar eru hugmyndir

Í kjölfarið fengu krakkarnir það verkefni að teikna draum og getur hér að líta afrakstur nokkurra af þeim mörgum frjóum og fallegum myndum sem urðu til. Hægt er að stækka myndirnar með því að smella á þær.

Salka Dögg Magnúsdóttir

 

Mattías Aron Statkevicius

 

Gabríel Hrafn Haraldsson 1

 

Gabríel Hrafn Haraldsson 2

 

Ríkharður Daníelsson 1

 

Ríkharður Daníelsson 2

 

Móey Mjöll Völundardóttir 1

 

Móey Mjöll Völundardóttir 2

 

Halldór Ingi Hinriksson

 

 Vilhjálmur Andri Jóhannsson 1

 

Vilhjálmur Andri Jóhannsson 2