Svipmyndir úr starfi síðdegisvistar

on .

Svipmyndir úr Sælukoti

Í Landakotsskóla er boðið upp á síðdegisvist í Kátakoti fyrir yngstu nemendur þar sem í boði er margvísleg kennsla í bland við leik og útivist. Skólinn kappkostar að bjóða upp á hollan og góðan mat í hádegi og í síðdegisvist.

Nú hefur verið sett upp myndasafn á heimasíðu Landakotsskóla með myndum úr starfi síðdegisvistar. Um er að ræða bæði myndir sem Fanney leiðbeinandi í síðdegisvist tók og sem krakkarnir tóku sjálfir.

Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.

Skólabúðir á Reykjum

on .

Skólabúðir á Reykjum, 11.-15. janúar 2016

7. bekkur fór í skólabúðir að Reykjum 11. - 15. janúar 2016.


Nemendur voru hressir og kátir og í góðu yfirlæti í skólabúðunum. Skipulag var eins og best verður á kosið og allir nemendur voru afar ánægðir með dvöl sína þar.

Nú hefur verið sett upp myndasafn á heimasíðu Landakotsskóla með myndum úr skólabúðunum. Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.

Heimsókn í Melabúðina

on .

Heimsókn í Melabúðina

Í útikennslunni á mánudaginn var, 26. janúar 2016, heimsóttu börnin í 1. bekk Melabúðina til að skoða þorramat.
Börnin hafa verið að lesa um söguna um Kugg og þorrablót eftir Sigrúnu Eldjárn. Ætlunin er að vinna með Þorrann á margvíslegan hátt í skólanum.

Eftir hádegisfrímínútur var boðið upp á þorramat í heimastofu og voru börnin órög að prófa matinn.

Nú hefur verið sett upp myndasafn á heimasíðu Landakotsskóla með myndum úr heimsókninni. Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.