• Uncategorised (341)
  • skipulag (0)
  • General (0)
  • Landakotsskóli (46)
    • Fréttir (359)

      Útskrift 2021

      Með þessari mynd af útskriftarhópnum okkar glæsilega viljum við í Landakotsskóla óska öllum okkar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars. Við hlökkum til að hitta nemendur aftur í haust og byrja nýtt skólaár.

      Skólinn er lokaður frá 1.júlí til 6. ágúst vegna sumarfría.

      Við opnum aftur 9. ágúst.

      Sé erindið mikilvægt þá vinsamlegast sendið tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

      The school will be closed for the summer holiday from the 1st of July until the 6th of August. We will reopen on the 9th of August. 

      If you need assistance with matters related to the International Department, please contact Laurie Berg at This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

  • Myndir í haus (0)
  • Bekkjarmyndir (0)
  • Erlent samstarf (4)
  • Frístund (5)
    • Skipulag 2014-2015 (1)

      FRÍSTUND

      Í frístund mun starfa einn kennari auk Fanneyjar Sigmarsdóttur. Þau munu í sameiningu setja niður plan þar sem nemendur geta alltaf valið milli ólíkra kosta en frjáls leikur mun skipa mikilvægan sess. Þessir tveir fastráðnu starfsmenn frístundar munu einnig fá aðstoð lausráðinna starfsmanna einn til tvo daga í viku.

      Þá verða fengnir sérstakir leiðbeinendur til að sjá um skipulagt nám í myndlist, tónlist, jóga, forritun og fyrir þá sem kjósa skák. Reynt verður að aldurskipta þegar það á við.

      Þessu til viðbótar verða einnig tvær smiðjur á hverri önn. Smiðjurnar verða einn dag í viku og munu tveir listamenn slást í hóp leiðbeinenda.  Áhersla verður lögð á leiklist (skuggaleikhús og tónlistarleikhús) en einnig skoðuð tengsl myndlistar og tónlistar og skapandi stærðfræði svo eitthvað sé nefnt. Gert er ráð fyrir að hverri smiðju ljúki með sýningu.

      Nemendur og foreldrar þurfa að velja á milli þriggja ólíkra kosta í tónlist og er ætlast til þess að það val haldi út misserið (sjá valkosti hér að neðan).

      Foreldrar eru hvattir til að nýta sér tilboð KR um fótbolta og körfubolta en KR rútan sækir nemendur í Landakotsskóla. Reynt verður að stilla af öðru námi í frístund svo það stangist ekki á við íþróttaiðkun. Einnig mun skólinn áfram vera í samstarfi við Tónlistarskóla Hauks Halldórssonar.  Foreldrar geta nýtt frístundakortið (fyrir 6 ára börn og eldri) til að greiða fyrir frístundavist.

      $1·         JÓGA – 15 börn í hóp, 50 mín. Kennt í danssal.

      $1·         SKÁK í umsjón Hrafns Jökulssonar.

      $1·         MYNDLIST í samvinnu við Myndlistaskólann í Reykjavík. 7 – 8 börn í hóp, 90 mín. Nemendur rótera milli ólíkra vinnustofa yfir veturinn. Kennt verður í myndmenntastofu, textílstofu, smíðastofu.

      $1·         FORRITUN, ÞRÍVÍDDARFORRIT OG HREYFIMYNDAGERÐ fyrir eldri nemendur, kennt í tölvustofu.  Skema mun sjá um forritunarkennslu í samvinni við Atla Kristinsson. Nemendur kynnast einnig þrívíddarforritum og þrívíddarprentun og læra ýmis konar hreyfimyndagerð.

      $1·         SMIÐJUR

      Einn dag í viku, kl. 13:30 – 16:00 verða smiðjur sem vara í 6 – 9 vikur hver. Í smiðjum eru fengnir til liðs við fasta starfsmenn frístundar tveir listamenn eða sérfræðingar af ýmsum fræðasviðum. Hverri smiðju líkur með sýningu eða uppákomu. Dæmi um smiðjur sem koma til greina en ekki er búið að fastsetja eru:

      $1·         Hreyfimyndir og skuggaleikhús

      $1·         Tónlistarleikhús

      $1·         Um tengsl myndlistar og hljóðs

      $1·         Myndlist – stærðfræði

      TÓNLIST – velja þarf milli A, B, og C

      $1A)     KÓR sem nýr tónlistarkennari skólans, Nanna Hlíf Ingvadóttir, leiðir. Lögð verður áhersla á skapandi efnistök þar sem unnið er með hreyfingu og framkomu. Gert er ráð fyrir að kórinn taki upp að vori og að óvæntur gestur sláist þá í hópinn.  Kórfélagar þurfa að vera orðnir læsir. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni heima hálfa stund á viku.

      $1B)      TILRAUNASTOFA MEÐ TÓNLIST undir handleiðslu Benedikts Hermanns Hermannssonar, nýútskrifaðs tónmenntakennara og tónlistarmanns. Nemendur búa til tónverk í sameiningu og flytja þau. Notast verður við þau hljóðfæri sem eru til á staðnum en nemendur eru einnig hvattir til að koma með hljóðfæri að heiman. Nemendur nálgast tónlistarsköpunina í gegnum leik og tilraunir og finna þannig form fyrir hugmyndir sínar og tilfinningar. Kennt verður í 4 – 5 barna hópum í 40 mín í senn.

      $1C)      FIÐLUNÁM. Kennt verður í þriggja barna hópum í 30 mín í senn. Um kennslu sjá mæðgurnar Margrét Kristjánsdóttir, fiðluleikari í Sinfóníuhljómsveit Íslands og fiðlukennari og Sigríður Pálmadóttir, tónlistarkennari og fyrrverandi lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Þær hafa á síðustu misserum unnið að staðfærslu og þýðingu kennsluefnisins Ævintýri í Fiðlulandi sem  meðal annars verður notað í kennslunni. Nemendur fá að kynnast fiðlunni í gegnum námsefni sem samið er út frá sjónarhorni barnsins sem skapandi einstaklings en felur jafnframt í sér öll mikilvægustu grundvallaratriði nútíma fiðlutækni. Áhersla verður lögð á söng, hlustun og hreyfingu og þessir þættir tengdir á lifandi hátt við hljóðfærið. Skólinn útvegar hljóðfærin en foreldrar þurfa að greiða leigu, kr. 10.000 fyrir önnina. Gert er ráð fyrir að nemendur vinni heima hálfa stund á viku.

       PLAN TIL BRÁÐABIRGÐA

      Tónlist A –Kór

      13:20 – 15:30 með kaffihlé.

      Jóga

      hópur 1 13:30 – 14:20

      Frjáls dagur í umsjón starfsfólks frístundar með aðstoð tveggja

      13:30 – 16:00

      Vinnusmiðjur

      Allir saman

      13:30 – 16:00.

      Tveir listamenn eða aðrir gestir slást í lið leiðbeinenda.

      Forritun – þrívíddarprentun

      Hreyfimyndargerð

      Eldri nemendur.

      Tónlist B

      Tilraunasmiðja

      13:20 – 14:20

      14:25 – 15:10

      15:15 – 15:55

      Jóga

      hópur 2

      14:25 – 15:15

      Skák

      útileikir, puttaprjón, tæknilegó, spil, bókahorn, vinna með leir og lit.....og svo framvegis

      -Skapandi stærðfræði

      -Skuggaleikhús

      -Um tengsl myndlistar og tónlistar

      Myndlist B -fyrri

      13:20 – 14:50

      Myndlist B - seinni

      15:00 – 16:30

      Tónlist C

      Fiðlur

      13:20 – 13:50

      13:50 – 14:20

      14:20 – 14:50

      15:00 - 15:30

      15:30 – 16:00

      Jóga

      hópur 3

      15:20 – 16:10

           
       

      Myndlist A -fyrri

      13:20 – 14:50

      Myndlist A - seinni

      15:00 – 16:30

           
  • Nemendur (3)
  • Foreldrar (3)
  • Umsókn um skólavist (1)
  • Skólagjöldin (1)