Stærðfræðikeppni grunnskólanema

on .

 

Stærðfræðikeppni grunnskólanema var haldin í MR þriðjudaginn 14. mars. Alls tóku 359 nemendur úr 18 grunnskólum þátt í keppninni úr 8., 9. og 10. bekk eða um 120 í hverjum árgangi og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri. Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur var nú haldin í 18. skipti í Menntaskólanum í Reykjavík en keppnin var síðast haldin fyrir fjórum árum vegna ýmissa takmarkana.

Iðunn Helgadóttir nemandi í 10. bekk í Landakotsskóla var á meðal 10 efstu á landinu. Skólinn er stoltur af frammistöðu hennar og óskar henni innilega til hamingju með árangurinn.

Á myndinni hér að neðan má sjá Iðunni í hópi nemenda sem stóðu sig best á landinu.

 

Mynd1

Stærðfræðikeppni grunnskólanema

on .

Stærðfræðikeppni grunnskólanema var haldin í MR þriðjudaginn 14. mars. Alls tóku 359 nemendur úr 18 grunnskólum þátt í keppninni úr 8., 9. og 10. bekk eða um 120 í hverjum árgangi og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri. Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur var nú haldin í 18. skipti í Menntaskólanum í Reykjavík en keppnin var síðast haldin fyrir fjórum árum vegna ýmissa takmarkana. 

Við erum svo heppin í Landakotsskóla að eiga fulltrúa á meðal 10 efstu. Hún Iðunn Helgadóttir í 10. bekk stóð sig með mikilli prýði og óskum við

Mynd1 henni innilega til hamingju með árangurinn. Hér má sjá Iðunni með þeim nemendum sem voru efstir í 10. bekk á landinu. 

Þemadagar og páskafrí.

on .

20230331 133745

Í vikunni voru þemadagar í skólanum og gengu þeir mjög vel. Nemendur unnu að fjölbreyttum  verkefnum og má sjá afrakstur þeirrar vinnu á göngum og veggjum skólans. Í viðhengi eru nokkrar myndir.

Nú er páskafrí framundan og er skólinn lokaður fram til 11. apríl.

Við óskum ykkur gleðilegra páska og vonum að þið eigið góðar stundir með börnunum ykkar.