Rýmingaráætlun
Lausn við skákþraut Kirils, 15. febrúar 2016
Skákþraut Kirils Zolotuskiy:

Lausn
1
1 Hh1+ Dxh1
og hvítur er patt.

Ath. Ef hvítur ákveður í staðinn að drepa svörtu drottninguna
eða svarta biskupinn á f6, getur svartur mátað:
2
Ef hvítur drepur drottninguna:
1 Hxe1 Ha1#

3
Ef hvítur drepur biskupinn á f6:
1 Hxf6 Dxd1

og svartur mátar í næsta leik.
Ljómandi skemmtileg þraut hjá honum Kiril! 
Lausnir við skákþraut Kirils, 1. febrúar 2016
Skákþraut Kirils Zolotuskiy:

Hvítur leikur og mátar í þremur
1. lausn
1 Hf8+ Kg7
2 Be5+ Df6
3 Bxf6#

2. lausn
1 Hh8+ Kg7
2 Be5+ Df6
3 Bxf6#
3. lausn
1 Hh8+ Kg7
2 Hf7+ Bxf7
3 Dd4#

Hera Sigurðardóttir
Hera Sigurðardóttir lauk námi frá KHÍ 1985 með hannyrðir og smíði sem valgein. Það sama haust hóf hún kennslu við Vesturbæjarskóla og kenndi smíðar til að byrja með en frá haustinu 2004 hefur hún kennt bekkjarkennslu.
Hera gerði hlé á kennslunni1993 – 95 til að stunda nám við Spinelliskólann í Flórens en þar nam hún viðhald, viðgerðir og uppgerð fornra húsmuna (forvarsla).
Veturinn 2002 – 3 stundaði hún nám í ítölsku við Háskóla Íslands með kennslustörfum og vorið 2004 fór hún til náms við Háskólann í Flórens.
Hera hlaut ásamt Bryndísi Gunnarsdóttur samkennara sínum hvatningarverðlaun Heimilis og skóla árið 2005 fyrir þróunarverkefnið „Allir í sama liði“ sem miðar að því að hvetja foreldra til að fylgjast betur með velferð barna sinna í skólanum og taka aukinn þátt í skólastarfinu.
Veturinn 2008-2009 fékk hún námsleyfi og hóf sitt meistaranám. Í HÍ lagði hún stund á sálfræði,starfendarannsóknir, náttúrufræði og útikennslu.
Hera hefur gegnum tíðina sinnt endurmenntun vel t.d í lestrarkennslu, stærðfræði og fl.
Haustið 2015 hóf hún kennslu við Landakotsskóla og kennir yngstu bekkjum.