Reglur um tölvu- farsímanotkun

on .

1.1.        Reglur um tölvu- og farsímanotkun í skóla

Slökkt skal á farsímum og hvers kyns hljómtækjum í kennslustundum og í matsal. Síma skal geyma í þar til gerðum skápum í 6.–10. bekk.

Reglur um símanotkun í Landakotsskóla 2019–2020

Nemendur megaekki nota farsímana sína í skólanum nema með leyfi kennara.

Ef foreldrar þurfa að ná í barn sitt er hægt að hringja á skrifstofu í síma 5108200. Ef nemendur þurfa að hringja geta þeir sömuleiðis fengið afnot af síma skólans.

Símar eru geymdir:

  • á yngsta stigi í skólatöskunni þar sem slökkt skal á þeim.
  • á miðstigi og unglingastigi í skápum.
  • Nemendur setja símana sína þangað í upphafi dags og gæta þess að slökkva á þeim áður.
  • Í dagslok fá nemendur símana afhenta aftur.
  • Ef nemendur mæta seint er það á þeirra ábyrgð að muna eftir að afhenda símana.
  • Sömu reglur gilda fyrir alla nemendur skólans.
Spjaldtölvur og fartölvur í kennslu, reglur um notkun og umgengni:
  • Óheimilt er með öllu að taka upp hljóð/mynd í skólanum nema sem tengist verkefnavinnu
    nemenda.
  • Spjaldtölvur eru einungis ætlaðar til náms, alls ekki til leikja.
  • Spjaldtölvur skulu vera í kennslustofum meðan nemendur eru úti í frímínútum.
  • Nemendur skulu í hvívetna hlýða fyrirmælum starfsfólks um notkun snjalltækja.

Í kennslustund ættu nemendur að:

  • meðhöndla öll tæki varlega
  • láta kennarann vita ef einhver búnaður virkar ekki svo hægt sé að leggja hann til hliðar
  • skrá sig inn á sinn reikning og vista alla vinnu á Google Drive

Í lok kennslustunda ættu nemendur að:

  • skrá sig út af reikningi sínum
  • loka öllum opnum skrám og forritum
  • ganga snyrtilega frá fartölvunni á tölvuvagn og stinga í samband

Nemendum er óheimilt að:

  • skrá sig inn á kennaranetið
  • hlaða niður og vista skrár á tækinu

·         breyta stillingum á tækinu, þar á meðal bakgrunnsmynd