Nemendaverndarráð

on .

Nemendaverndarráð er starfrækt við skólann og er fundað á hálfsmánaðarfresti. Í nemendaverndarráði sitja skólastjóri/framkvæmdastjóri, deildarstjóri stoðþjónustu, námsráðgjafi og skólahjúkrunarfræðingur ásamt fagaðilum frá Þjónustumiðstöð Miðbæjar, Vesturbæjar og Hlíða koma til skiptis skólasálfræðingur, kennsluráðgjafi og félagsráðgjafi.

Hlutverk
Hlutverk nemendaverndarráðs er að samræma skipulag og framkvæmd þjónustu við nemendur varðandi heilsugæslu, námsráðgjöf og sérfræðiþjónustu. Að gæta hagsmuna nemenda í skólanum, vernda þau og styðja með því að; taka við tilvísunum nemenda sem þurfa stuðning vegna líkamlegra, félagslegra og / eða sálrænna erfiðleika.

Starfsreglur
Ráðið fundar hálfsmánaðarlega á starfstíma skóla. Skólastjóri heldur fundargerðir.