Skóladagatal 2021-2022

on .

Skóladagatalið fyrir næsta skólaár er nú tilbúið. Eins og þetta skólaár og það síðasta þá erum við með degi styttra vetrarfrí fyrir áramót og höfum skólaárið degi lengra og náum þannig fimm daga vetrarfríi eftir áramót. Einnig ákváðum við að hafa fjóra starfsdaga inn á skóladagatali í stað fimm og að síðasti dagur fyrir jól yrði þá föstudagurinn 17. desember í stað mánudagsins 19. desember. Skóladagatalið er lagt fyrir skólaráð til samþykktar og höfum við lagt okkur eftir því að hlusta eftir öllum sjónarmiðum og finna lendingu sem flestum líkar.

 

Landakotsskóli's contribution to Children's Festival of Art

on .

On following pictures you can see Landakotsskóli’s contribution to The Children´s Cultural Festival in Reykjavík Art Museum. 

This exhibition is a result of a collaboration between children, teachers, artists and scientists. The 5 years group, 3d, 4th and 7th grades, as well as the international kids, have been given the opportunity to study many aspects of nature and their investigations and artwork are now on display.

LÁN, Listrænt ákall til náttúrunnar, an artistic call to nature, is an interdisciplinary project developed by the Reykjavík School and Leisure Department. It is intended to create a dialogue between science and the arts in children's education. Emphasis is placed on the children having the opportunity to study nature in a creative and innovative way through art and design. The Festival officially opens on Tuesday 20th April and is open until Sunday 25th April.

 

 

Landakotsskóli Íslandsmeistari grunnskólasveita

on .

Um helgina vann sveit Landakotsskóla frækna sigra á Íslandsmeistaramóti grunnskólasveita  og stóð uppi sem Íslandsmeistarar eftir mjög spennandi keppni við Vatnsendaskóla, Hörðuvallaskóla og Lindaskóla.

Samkvæmt heimsíðu Skák.is var sigur Landakotsskóla sannfærandi enda hafði sveitin 2,5 vinninga á þá næstu á eftir.  

Sveit Íslandsmeistara Landakotsskóla skipuðu:

  • Adam Omarsson
  • Iðunn Helgadóttir
  • Jósef Omarsson
  • Jón Louie Thoroddsen

Liðsstjóri var Leifur Þorsteinsson.

Sveit Landakotsskóla er Íslandsmeistarar 2021

Þar að auki hömpuðu Iðunn og Jósef 2. og 3. sæti í borðaverðlaunum, með 6 vinninga hvort.

Landakotsskóli fékk einnig verðlaun fyrir bestan árangur b-liða. Í b-liðinu voru:

  • Jakob Rafn Löve
  • Stefán Borgar Brynjólfsson
  • Þorsteinn Kári Pálmarsson
  • Sanan Sulehria
Landakotsskóli fékk líka verðlaun fyrir bestan árangur b-liða
Borðaverðlaunahafar Íslandsmótsins

Fréttin og lokastöðu mótsins má finna á Chess-Results. Fréttin og myndir eru fengnar að láni á heimasíðu Skáksambands Íslands, skak.is

Við óskum skáksnillingunum og liðstjóranum til hamingju og erum einstaklega stolt af þessum góða hópi.