Veðurorð á degi íslenskrar tungu

Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember 2015, unnu 2. bekkur og nokkrir krakkar úr Alþjóðadeildinni saman verkefni. Þau fundu veðurorð og skrifuðu upp á íslensku, ensku og frönsku. Virkilega skemmtilegt og fræðandi.



Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember 2015, unnu 2. bekkur og nokkrir krakkar úr Alþjóðadeildinni saman verkefni. Þau fundu veðurorð og skrifuðu upp á íslensku, ensku og frönsku. Virkilega skemmtilegt og fræðandi.


Menntamálastofnun er nýtekin til starfa og þaðan kemur margs konar áhugavert efni. Menntamálastofnun heldur meðal annars utan um námsefnisgerð í vefformi og er mikið til af fínu efni sem kennarar og nemendur geta nýtt sér. Samkvæmt upplýsingum frá Menntamálastofnun voru þetta vinnsælustu vefirnir á Krakkasíðum stofnunnarinnar í október:
Fingrafimi
Fingrafimi 2
Fingraleikir
Upplýsingatækni
Í stikunni hér á hægri hlið má opna forsíðu Krakkasíðnanna með því að smella á merki Menntamálastofnunar.

Síðstliðið haust hófu 24 nemendur nám í alþjóðlegri deild innan skólans. Samstarf milli almennra bekkjardeilda og alþjóðlegra bekkja var upphaflega skipulagt með þeim hætti nemendur í systrabekkjum væru saman í list- og verknámi og íþróttum. Verkefnið hefur aftur á móti þróast á þann veg að tengsl hafa smám saman verið að aukast á ýmsum öðrum sviðum.
Skemmtilegt dæmi má sjá í myndinni hér að ofan þar sem 2. bekkur og B hópur alþjóðadeildar vinna saman að verklegri tilraun sem umsjónarkennarar skiptast á um að skipuleggja. Á myndinni má sjá rannsakendur gera tilraun þar sem vökvum með ólíkt fituinnihald er blandað saman. Notuð voru hversdagsleg efni, nýmjólk, léttmjólk, sápa, matarlitur, eyrnapinnar og pappadiskar. Áður en nemendur hefjast handa setja þeir fram tilgátu um hvað þeir haldi að muni gerast. Í kjölfarið skrá þeir niður það sem raunverulega gerðist, í hvaða röð var unnið og hvað var notað.