Sótt í smiðju Ásgeirs Trausta

on .

Nemendur í 6. og 8. bekk sóttu í smiðju Ásgeirs Trausta og fluttu lagið Leyndarmál í samsöng, föstudaginn 11. desember 2015. 

Drengir í 8. bekk útsettu lagið og léku undir söng drengja í 6. bekk.

Eins og sjá má var fjör og tóku nemendur og kennarar á öllum aldri vel undir.

Ferð á Borgarbókasafnið

on .

Ferð á Borgarbókasafnið, 8. desember 2015

5 ára börn, 1. og 2. bekkur fóru á Borgarbókasafnið í morgun, 8. desember 2015, að hlusta á skemmtilegar jólasögur sem allir höfðu gaman af.

Ferð á Borgarbókasafnið, 8. desember 2015

Hægt er að skoða myndir sem Hulda Signý umsjónarkennari í 2. bekk tók á Borgarbókasafninu í nýju myndaalbúmi í myndasafni Landakotsskóla. Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.

Útiföndur hjá 1. og 2. bekk

on .

Útifundur hjá 1. og 2. bekk, 7. desember 2015

Þrátt fyrir slæma veðurspá skelltu nemendur og kennarar í 1. og 2. bekk sér út í jólaföndur í dag, mánudaginn 7. desember 2015.  Meðferðis var föndurefni og heitur safi til að hlýja sér. Setið var úti í snjónum og þæft utan um köngla, kennararnir sögðu sögur og allir fengu heitan eplasafa í glas. Gott var að eiga saman notalega aðventustund undir berum himni.

Útiföndur hjá 1. og 2. bekk, 7. desember 2015

Hægt er að skoða myndir sem Hulda Signý umsjónarkennari í 2. bekk tók í útiföndrinu í nýju myndaalbúmi í myndasafni Landakotsskóla. Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.