Kátakotskrakkar í jólaskapi

Kátakot er að detta í jólaföndrið með tilheyrandi glimmeri og saman límdum lófum. Okkur þykir gaman að föndra og ætlum við að reyna að gera eitthvað skemmtilegt föndur í hverri viku fram að jólum. Í þessari viku, 1.-4. desember 2015, föndruðum við kransa sem má sjá á meðfylgjandi myndum.

Við ætlum að halda áfram að vera dugleg að vera úti og því er mikilvægt að góð útiföt séu til staðar og jafnvel auka sokkar og vettlingar.
Fámennt en öflugt skáklið Landakotsskóla tók þátt í Jólaskákmóti TR og SFS, sunnudaginn 30. nóvember 2015. Tefldar voru 6 umferðir. Þrátt fyrir að lið skólans hafi ekki verið fullmannað, sem þýddi að í hverri umferð dæmdist sjálfkrafa af því 1 vinningur, gerði það þrjú jafntefli og sigraði í einni viðureign. Stóðu krakkarnir sig eins og hetjur og lentu í 10. sæti á mótinu.
