Velkomin á skólasetningu - Orientation

Skólasetning verður í matsal skólans mánudaginn 22. ágúst
Nemendum er skipt upp sem hér segir:
5 ára og 1. bekkur HS: kl. 8:30. Fyrsti bekkur verður til kl. 10:30 en fimm ára bekkur verður styttra.
K/1. bekkur ET og 2. bekkur CD: kl. 9:00 - 11:00 - alþjóðadeild
3. bekkur JM, 4./5. bekkur CZ, 6./7. bekkur SU: kl. 9:30 - 11:30 - alþjóðadeild
2. bekkur GE og 3. bekkur MÍ: kl. 10:00 - 12:00
4. bekkur ÓG og 5. bekkur MH: kl. 10:30 - 12:30
6. bekkur ÓJ og 7. bekkur GM: kl. 11 - 13:00
8. - 10. bekkur: kl. 11:30 - 13:30
8. bekkur LH og 9. bekkur JT og 10. bekkur EG: kl. 12:00 - 14:00- alþjóðadeild.
Mikilvægt er að foreldrar komi á skólasetningu og hitti þar umsjónarkennara og aðra sem munu kenna barni þeirra eða aðstoða í bekkjunum.
Orientation meeting is on Monday, August 22nd
We will begin the orientation meeting in the school's cantina where you will have the opportunity to meet many teachers and staff members working with your child(ren) this year.
The orientation sessions will be divided into groups as follows:
Icelandic: 5 ára and 1. grade HS: 8:30-10:30
International: K/1st grade ET and 2nd grade CD: 9:00-11:00
International: 3. grade JM, 4./5. grade CZ, 6/7. grade SU; 9:30-11:30
Icelandic: 2. grade GE og 3. grade MÍ: 10:00-12:00
Icelandic: 4. grade ÓG og 5. grade MH: 10:30-12:30
Icelandic: 6. grade ÓJ og 7. grade GM: 11:00-13:00
Icelandic: 8. - 10. grade; 11:30-13:30
International: 8th grade LH , 9th grade: JT and 10th EG; 12:00-14:00
Stefna varðandi snertingu starfsmanna og nemenda
Stefna varðandi snertingu starfsmanna og nemenda
Snerting barna og fullorðinna er eðlilegur þáttur í þroskaferli barns og það gæti sömuleiðis átt við um samstarf starfsfólks skóla og nemenda, ekki síst gagnvart yngri nemendum. Það breytir því þó ekki að sum snerting starfsfólks gagnvart nemendum getur verið óviðeigandi. Stjórnendur skóla eru ábyrgir fyrir því að kynna starfsfólki stefnu skóla og þessar leiðbeiningar.
Eftirfarandi þættir gætu verið leiðsögn til að leiðbeina starfsfólki skóla um viðeigandi snertingu við nemendur:
a. Hafðu í huga að snerting gagnvart nemanda ætti ætíð að vera á grundvelli þess að barn hefur þörf fyrir snertingu en EKKI starfsmaður. Snerting skal alltaf vera á forsendum barnsins.
b. Sækist starfsmaður eftir líkamlegri snertingu við börn gæti slíkt bent til óeðlilegrar hegðunar starfsmanns.
c. Líkamleg snerting starfsmanns gagnvart nemanda ætti að miðast við það að vera eingöngu við höfuð og niður á axlir og faðmlög í sumum tilvikum (starfsmaður gæti spurt nemandann „hvort hann vilji fá faðmlag“ eða „hvort hann megi koma við hann til að hjálpa honum“). Snerting á öðrum stöðum gæti bent til óeðlilegrar snertiþarfar starfsmanns.
d. Starfsmanni ber að forðast að setja upp samskipti við börn sem miða að óþarfri líkamlegri snertingu starfsmanna og barna, jafnvel þótt slíkt sé sett upp sem „leikur“.
e. Starfsmanni ber að forðast að vera í aðstæðum sem krefjast líkamlegrar snertingar þar sem einn starfsmaður og einn nemandi eru saman og einir um frásögn af aðstæðunum.
f. Í meginatriðum verður að treysta á fagfólk í skólum að þekkja mörk eðlilegra og óeðlilegra samskipta við nemendur og þær aðstæður sem eðlilegt er að bjóða upp á í skólastarfi.
Sumarfrí

Með þessari mynd af útskriftarhópnum okkar glæsilega viljum við í Landakotsskóla óska öllum okkar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars. Við hlökkum til að hitta nemendur aftur í haust og byrja nýtt skólaár.
Skólinn er lokaður frá 1.júlí til 6. ágúst vegna sumarfría.
Við opnum aftur 9. ágúst.
Sé erindið mikilvægt þá vinsamlegast sendið tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
The school will be closed for the summer holiday from the 1st of July until the 6th of August. We will reopen on the 9th of August.
If you need assistance with matters related to the International Department, please contact Laurie Berg at This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.