Landakotsskóli stóð sig vel á Íslandsmóti ungmenna í skák

on .

Landakotsskóli átti þó nokkra fulltrúa á nýliðnu Íslandsmóti ungmenna helgina 28-29 nóvember. Færri komust að en vildu frá Landakotsskóla vegna fjöldatakmarkana. Krakkarnir sem mættu stóðu sig engu að síður með stakri prýði, bæði við borðið og hvað háttvísi varðar.  · 

  • · Iðunn Helgadóttir varð önnur í keppni um Íslandsmeistara stúlkna
  •    Adam Omarsson lenti í 3. sæti í flokki 13-14 ára.
  • · Jón Louie Thoroddsen hreppti bronsið í u8 flokknum.
  • · Helgi Nils endaði með 4 vinninga af 7 og hlaut hæfnisverðlaun fyrir, einnig í u8

 Frábær uppskera hjá krökkunum og ljóst að framtíðin er björt.

(Frétt: Leifur Þorsteinsson)

Iðunn Helgadóttir er hægra megin

 

Adam Omarsson er lengst til hægri
Jón Louie Thoroddsen er lengst til hægri

Að skoða listaverk vandlega...

on .

30. nóvember

K1 group

K-1 hópur í aljóðadeildinni horfði á stuttmynd þar sem listamaðurinn David Hockney talaði um að skoða vandlega: https://www.youtube.com/watch?v=NUBLx7M8wWQ. Síðan skoðuðu nemendurnir vandlega málverk hans „The Other Side“ og gerðu sína eigin útgáfu af listaverki.

K-1 group in the International department watched a short film where Hockney talked about looking carefully: https://www.youtube.com/watch?v=NUBLx7M8wWQ. Then they looked carefully at his painting 'The Other Side ' and made their own version.

Hátíð í 7. bekk!

on .

23. nóvember

7. bekkur mynd

Mikil hátíð var haldin í 7. bekk síðastliðinn föstudag þegar í ljós kom að bekkurinn var hæstur yfir landið á samræmdum prófum í stærðfræði og íslensku. Það er ekki síst glæsilegt þar sem við verjum hluta skóladags í að kenna fleiri fög en almennt gerist (t.d. tungumál og hönnun/vísindi).

Mörgum þykir erfitt að átta sig á hæfnieinkunn í samræmdum prófum en þar er líka önnur tala sem er raðeinkunn. Þar er einkunnum nemenda raðað frá 0 – 100, og meðaltalið þá 50. Nemendum í 4. bekk gekk líka ágætlega og voru þau yfir landsmeðaltali.  

Við óskum 7. bekk og kennurum þeirra til hamingju!