Skákferð á slóðir Bobby Fischer

on .

12. nóvember 2018

Þann 8. nóvember síðastliðinn héldu þeir Micah og Hrafnkell með nemendur úr Skákklúbbi Landakotsskóla austur fyrir fjall og heimsóttu Bobby Fischer safnið á Selfossi. Þar fengu þau leiðsögn um safnið og fræddust um þennan bandaríska heimsmeistara í skák, hvernig kalda stríðið hafði áhrif á einvígi hans og Boris Spassky og hvernig Ísland tengist því. Eftir túrinn um safnið kepptu nemendur í skák og slógust þá einnig nemendur frá Selfossi í hópinn. Þá var haldið að gröf Bobby Fischer rétt utan við Selfoss. Hér má sjá fleiri myndir úr ferðinni.