Rappað á Þemadögum: Við erum öll fædd frjáls
Rapplag eftir 5-9 ára nemendur í Landakotsskóla um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Rapplag eftir 5-9 ára nemendur í Landakotsskóla um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Eftirfarandi er skýrsla Maju og Önnu Ágústs, sem höfðu umsjón með Hóp 5 á Þemadögum, 2.-4. maí 2016.
Þemadagar 2.–4. maí 2016
Greinarnar sem við unnum með voru:
12. grein: Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós.
13. grein: Tjáningarfrelsi
14. grein: Skoðana- og trúfrelsi
15. grein: Félagafrelsi
Mánudagur 2. maí
Við byrjuðum á því að setjast í hring og láta börnin rétta upp hönd og segja okkur hvað þau héldu að hver og ein grein þýddi. Síðan útskýrðum við fyrir þeim hvað hver og ein grein þýddi. Anna skrifaði niður hvað hver og einn sagði og setti það síðan upp á töflu þannig að börnin gætu séð hvaða hugmyndir komu fram þegar við vorum í hugstormun.
Að loknum frímínútum skiptum við börnunum upp í fjóra hópa. Hver hópur fékk eina grein sem þau áttu að útfæra á plakat. Börnin réðu hvernig þau myndu setja verkefnið fram, annað hvort að teikna eða klippa út form. Einn í hópnum var skipaður ritari og sá um að skrifa lengri texta um greinina.
Þriðjudagur 3. maí
Börnin komu saman inni í stofu. Því næst létum við þau búa til andlit og hendur, hugsanablöðrur og talblöðrur. Börnin skrifuðu í blöðrurnar það sem tengdist þeirri grein sem þau voru að vinna með.
Að því loknu tók Anna einn hóp í video upptöku, þar sem hópurinn sýnir það sem hann hefur verið að vinna með.
Miðvikudagur 4. maí
Þeir sem áttu eftir að klára plakatið gera það. Anna tekur hópa í video upptökur. Nemendur búa til tré þar sem nöfn barnanna eru skrifuð á greinarnar. Við hengjum upp verkefnin okkar og þeir sem eru búnir með sitt eiga að búa til litlar myndir um sínar greinar.
Þeir sem voru í hópnum okkar voru:
5 ára Ísak Mattías Lukka
1. bekkur Alexandra Oddný Valentína
2. bekkur Ófeigur Baldvin Bjarki
3. bekkur Kjartan Sóley
4. bekkur Tómas Chisom Kristín
Alþjóðadeild. Olivia Oliwia Maya
Kennarar: Maja og Anna Ágústs
Ragnheiður
Í 4. bekkjar stofunni var verið að vinna með 12.,13.,14. og 15. grein í Barnasáttmálannum. Við tókum viðtal við nokkra krakka úr þeirra hóp.
Við byrjuðum á að taka viðtal við Kristínu Björg. Hún er 9 ára gömul í 4. bekk.
Við spurðum hana nokkurra spurninga úr Barnasáttmálanum. Spurningarnar fjölluðu um 12. greinina. Hér getur að líta viðtalið við Kristínu Björgu.
Næst tókum við viðtal við Kjartan. Hann er 8 ára gamall í 3 .bekk.
Við spurðum hann nokkurra spurninga um 13. greinina. Hér fyrir neðan geturðu séð viððtalið við Kjartan.
Því næst tókum við viðtal við Tómas. Hann er 9 ára gamall og er í 4. bekk.
Við spurðum hann einnar spurningar um 14. grein.
Hér geturðu séð viðtalið við hann Tómas.
Að lokum tókum við hann Baldvin. Hann er 7 ára gamall og er í 2. bekk
Við spurðum hann um 15. grein. Hér geturðu séð viðtalið við hann Baldvin.
Kennaranir sem voru að kenna í 4. bekk þessar greinar heita Ólafía María Gunnarsdóttir hún er umsjónarkennari 4 bekkjar og Anna Águstsdóttir hún er sérkennari.
Þá þökkum við fyrir okkur. Við heitum Ragnheiður, Sólvin og Kristófer Ingi.
Og við vorum að fjalla um Barnasáttmálann
Takk fyrir!!!!!!
Erna, Nína og Þórunn
Hópur 3, sem var í umsjá þeirra Huldu Signýjar og Stefaníu, fékk 6., 7. og 8. grein Barnasáttmálans að fjalla um.
Þessar greinar fjalla um:
Sérhvert barn á meðfæddan rétt til lífs og skulu aðildarríkin tryggja að það megi lifa og þroskast.
Börn skal skrá við fæðingu. Þá eiga þau einnig rétt á nafni og ríkisfangi og að þekkja og njóta umönnunar foreldra sinna eftir því sem unnt er.
Aðildarríkjunum er skylt að virða rétt barns til að halda persónulegum auðkennum sínum svo sem ríkisfangi, nafni og fjölskyldutengslum.
Krakkarnir bjuggu til eyju sem þau nefndu Hamingjuland. Þau gerðu vegabréf, bjuggu til reglur fyrir eyjuna sína og gerðu fána. Hver og einn útbjó sitt vegabréf og fána og engin tvö voru eins. Allar reglur miðast við börn, frið og góða framkomu og byggja á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Nína
Við erum krakkar í landakotsskola og við erum fréttamenn.
Við tókum nokkur viðtöl við nokkra krakka og skrifuðum grein um hvað þau voru að gera á Þemadögum 2016.
Við spurðum þau nokkurra spurninga um hvað þau voru að læra, hvað þhau voru að gera og margt fleira.
Við heitum: Hubert, Finnur, Emma, Ísafold, Janelle, Freyja, Ilmur, Lukas, Peter, Jökull, Kristófer Ingi, Ragnheiður Ugla, Sólvin, Erna, Þórunn og Nína.