Skólaþróun
Nokkur þróunarverkefni eru í gangi í skólanum.
Raddir nemenda: Nýju lífi blásið í menntakerfið. Tveggja ára Erasmus samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Landakotsskóla og Kvennaskólans og Finnlands og Danmerkur. Vefsíða verkefnisins: https://www.studentvoices.eu/
Verkefninu lauk í ágúst 2019 með ráðstefnu um lýðræðislega kennsluhætti sem haldin var 16. ágúst í Borgarbókasafninu í Grófinni: Hlustað á raddir nemenda - Ráðstefna um lýðræðislega kennsluhætti
Ráðstefnanvar kynnt sem lokaliður í tveggja ára Erasmus+ samstarfsverkefni milli Íslands, Danmerkur og Finnlands sem ber yfirskriftina Raddir nemenda (Students´ Voices). Samstarfsskólarnir eru Ingrid Jespersens Gymnasium í Kaupmannahöfn og Munkkiniemen yhteiskoulu í Helsinki.
Á ráðstefnunni kynnti Dr. Tomas Höjgaard lektor við uppeldis- og menntunarsvið Aarhus Universitet í Kaupmannahöfn rannsóknir sínar á stærðfræðikennslu þar sem hann setur stærðfræði í samhengi við raunveruleika okkar í gegnum líkanasmíð. Dr. Höjgaard er einn þeirra sem mótaði nýja námsskrá í stærðfræði í Danmörku sem nú er unnið eftir með öllum aldurshópum, allt frá yngstu nemendum og til nemenda á framhaldsstigi. Einnig mun Lilja M. Jónsdóttir, lektor við menntavísindasvið HÍ, flytja erindi um lýðræðislegar aðferðir í skólastarfi en hún hefur beitt ákveðnum aðferðum til að auka hlutdeild nemenda í mótun námsefnis. Kennarar þátttökuskólanna kynntu aðferðir og afurðir af samstarfinu í verkefninu og opnuð var heimasíða þar sem safnað hefur verið í verkefnabanka.
Á ráðstefnunni voru í boði vinnustofur um aðferðir sem auka virkni og þátttöku nemenda og lýðræði í skólastarfi. Ráðstefnan var þátttakendum að kostnaðarlausu og öllum opin.
Dagskrá
12:30 – 14:25 - Fyrirlestrar
- Efnisleg samantekt á inntaki verkefnisins - Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri Landakotsskóla.
- Kynning á vefsíðu Students´ Voices - Merja Havisto, aðstoðarskólastjóri Munkkiniemen yhteiskoulu, Helsinki..
- Tomas Højgaard, DPU Aarhus Universitet, Kaupmannahöfn.
- Lilja M Jónsdóttir – Lektor við menntavísindasvið HÍ
- Kvennaskólinn í Reykjavík - Helstu niðurstöður verkefnisins
14:25 – 14:40 - Kaffihlé
14:40 - 15:25 Vinnusmiðjur
- Heimskaffi (Kvennó og Landakot)
- Efnafræði hittir samningsnám (Negotiating the curriculum) Ásdís Ing.
- Stærðfræði-smiðja Tomas Höjgaard
- Smiðja Lilja M Jónsdóttir
15:30 - 15:40 Samantekt
15:40 - 16:30 Léttar veitingar á Ljósmyndasafni Reykjavíkur á 5. Hæð
Slóð á frétt um ráðstefnuna http://www.ki.is/um-ki/utgafa/frettir/vidburdir/5314-radstefna-um-lydraedislega-kennsluhaetti
Raddir nemenda (Students´ Voices).
Verkefnin sem sett voru á laggirnar verða metin veturinn 2019-2020 og innleiðing heldur áfram næstu fimm árin. Verkefnin eru lotubundin hringekja, lýðræðiskaffi/lýðræðisþing, Minecraft í stærðfræði, Coding.org í upplýsingatækni, PALS (Pör að læra saman) í lestri og stærðfræði, bekkjarfundir og kennslurýni.
Lýðræðisþing barna: Landakotsskóli í samráði við umboðsmann barna og UNICEF skipulagði Lýðræðisþing barna sem var haldið í Landakotsskóla dagana 15. til 17. maí 2018. Lýðræðisþingið var haldið með þátttöku nemenda í 7. og 8. bekk og 4. – 5. bekk.
Landakotsskóli er fyrsti skólinn þar sem þetta er gert með þessum hætti. Lýðræðisþing er nú fastur liður í starfi Landakosskóla á degi mannréttinda barna sem er 20. nóvember ár hvert. Unglingadeildin tók þátt í Lýðræðiskaffinu sem haldið var 20. nóvember 2018. Lýðræðiskaffi fyrir börn og ungmenni – Leiðbeiningar
Helstu niðurstöður úr Lýðræðiskaffi unglinga 20. nóvember 2018 og aðgerðir skólayfirvalda í kjölfarið:
Of mikið álag vegna heimavinnu og prófa. Kennarar hafi samráð.
- Próf og verkefni verða skráð með fimm daga fyrirvara inn í Mentor.
- Skráning heimanáms: Heimanám verður skráð inn í Mentor fyrir klukkan 14.
- Kennsluáætlanir eiga að fara í Mentor.
- Útprentað dagatal á kennaraborði: Próf, verkefnaskil og viðburðir verða skráðir á útprentað dagatal sem liggur á kennaraborði í stofum unglingastigs.
Bæta aðstöðu fyrir unglinga í frímínútum.
- Unglingaherbergi gert vistlegra og athugað með að færa kennslu þaðan upp í fundaherbergi kennara.
Meira listnám í unglingadeild.
- Að koma á fót meira listnámi í skólanum. Nemendur geti e.t.v. valið um e-ð tvennt. Þetta kemur til af því að nemendur vilja gjarnan brjóta upp daginn með list- eða verknámi.
Frönskunám
- Ræða við nemendur um atriði sem komu fram í Lýðræðiskaffinu varðandi frönskunám í skólanum.
Lotubundin hringekja: Hún virkar þannig að öllum bekkjum á miðstigi (5.-7. bekkur) er skipt upp í tvo jafn stóra hópa. Þar sem við erum einungis með eina bekkjardeild í hverjum árgangi eru þetta sex hópar með 8-12 nemendum. Þessi hópastærð teljum við henta vel í vinnu sem þessa. Þau vinna svo sex vikur í senn á hverri stöð og í lok skólaársins hafa allir lokið vinnu á sex stöðvum.
Tímaramminn er 2*40 mínútur í senn, þrisvar sinnum í viku. Samtals sex kennslustundir á viku.
Ástæða þess að við fórum í þessa átt með kennslu á miðstigi var að okkur fannst vanta tækifæri fyrir nemendur að tileinka sér betur ákveðnar vinnuaðferðir eins og verklega kennslu (e. Hands on) og einnig næst betri tenging við nemendur í smærri hópum og þéttari kennslu. Nemendur eru síður að missa þráðinn og eiga auðveldara með að byrja tíma án þess að það þurfi að ýta þeim af stað.
Stöðvarnar sem nemendur vinna á eru náttúrufræði, franska, heimilisfræði, smíði, samfélagsfræði/upplýsingatækni og textíll. Auk þess erum við með eina hliðarstöð þar sem unnið er með íslensku sem annað tungumál. Þar er unnið með nemendum sem hafa íslensku sem annað mál og þau fá auka þjálfun í staðinn fyrir frönsku.
Upphaflega hugmyndin að þessari hringekju kom frá frönskukennaranum sem hafði kennt lotubundið áður. Hún hafði í fyrstu ekki trú á að eitthvað myndi sitja eftir að ári liðnu hjá nemendum eftir sex vikna kennslu. Útkoman var hinsvegar ánægjuleg því ári síðar mundu nemendur meira heldur en bekkir sem höfðu fengið kennslu allt árið. Einnig náðist betri tenging við þá nemendur sem áttu erfiðara með nám og hægt var að sinna þeim betur.
Stöðin mín er náttúrufræðistöð. Hverjum hópi skipti ég upp í fjögur tveggja til þriggja nemenda teymi. Hjá mér legg ég áherslu á að nemendur læri réttu handtökin í vísindum sem nýtist þeim síðar í skólagöngunni við alla vísindalega vinnu. Hver vika er nýtt til að þjálfa eitt ákveðið viðfangsefni og vinna skýrslu tengt því. Markmiðið er alltaf að nemendur fái að vinna sem mest verklega(e. Hands on).
Viðfangsefnin í lotunni eru:
- Ljósasmásjá og sýnaskoðun
- Skálavog og massi
- Eðlismassi og rúmmál
- Krufning á svínahjarta
- Krufning á svínaauga
Did it work?
- Less students inactive
- Students liked the hands-on work
- Quick to pick up last lesson
- More work gets done
- Skills get ingrained like muscle memory
- Some students complained of too much writing
Minecraft í stærðfræði:
- Used to learn about different math concepts like surface area
- Everyone able and willing
- Fun and a good change
- A spice but not a main course
Cambridge Alþjóðleg deild: Vorið 2017 lauk formlega tveggja ára tímabili sem notað var til að móta alþjóðlegt nám innan skólans. Formlegri skýrslu var skilað til skóla- og frístundasvið og mennta- og menningarmálaráðuneytis í lok apríl. Þó formlega sé tilraunatímabili nú lokið er víst að enn er hægt að þróa áfram ýmsar hugmyndir, skoða hvernig megi samþætti starf þessara tveggja deilda og nota hugmyndir og aðferðir til að frjóvga skólastarfið í heild sinni.
Lærdómssamfélag í gengnum Sandleik: Vorið 2017 hlaut skólinn aftur styrk úr Sprotasjóð til að ýta undir og rækta lærdómssamfélag innan skólans. Hópur kennara hefur hug á að kynna sér aðferðir Sandleiks til að örva frásögn og orðaforða. Doktor Kristín Unnsteinsdóttir er í hlutastarfi í vetur og leiða starfið í tengslum við Margréti Sigurðardóttir. Fimm kennarar hittast fyrsta mánudag hvers mánaðar til vinna áfram í anda lærdómssamfélags í tengslum við hugmyndfræði Sandleiks. Sandleikur skýrsla 2019-2020
Leiðsagnarmat: Stór hópur kennara skólans hefur áhuga á að kynna sér og tileinka aðferðir leiðsagnarmats og mun það verða megin þungi endurmenntunar á þessu skólaári.
Heimspeki: Heimspekikennsla hefur skotið rótum í skólanum eftir nokkurra ára þróunarstarf. Enn hefur þó ekki verið lokið við að skrifa skólanámsskrá fyrir heimspeki og er fyrirhugað að ljúka því starfi á þessu skólaári.
Samþætting námsgreina: Almennt hefur verið lögð mikil áhersla á að auka samvinnu og tengingar milli bekkkja og námsgreina. Samþætti námsgreina hófst á þessu skólaári. Verkefni var unnið í tónmennt og myndmennt með umsjónarkennar í 3. b. Kennarar 1. og 2. bekkjar unnu mörg verkefni saman og heimspeki og myndmenntakennara hafa unnið verkefni saman. Megin markmið næsta vetrar er að efla tengsl og samvinnu milli greina og árganga.
Myndlistarsýningar: Á göngum skólans hafa síðustu fjóra vetur verið myndlistarsýningar utanaðkomandi listamanna sem kennarar hafa unnið með eftir því sem tækifæri hafa gefist. Því verður framhaldið í vetur. Sýningar þessar hafa skapað forvitnilega og hugstæða umgjörð um skólastarfið.
Fyrsta sýningin samanstóð af ljósmyndum Ragnars Axelssonar frá Grænlandi og Katrínu Elvarsdóttir af manngerðum rýmum sem skapa óvænt og margræð hugrenningatengsl.
Veturinn 2015 – 2016 áttu þrír listamenn verk í skólanum, þau Sólveig Aðalsteinsdóttir sem sýndi grafíkverk sem túlkuðu á formrænan og óhlutbundinn hátt gönguferðir hunds að morgni, Helgi Þorgils Friðjónsson sýndi málverk þar sem mannskepnan er sýnd sem órjúfanlegur hluti af náttúrunni, sem ein af dýrum jarðarinnar og Guðjón Ketilsson sýndi teikningar og málverk sem veltu upp hugmyndum um skilin milli raunverulegra og hversdagslegra hluta og þrívíðra skúlptúra.
Veturinn 2016 – 17 voru verk eftir þrjá listamenn sýnd sem öll hverfðust um portrett. Verkin eru ætingar sem eru sjálfsmyndir eftir Magnús Þór Jónsson, vatnslitamyndir af stórum kvennmannsandlitum eftir Louise Harris sem einnig kennir við skólann og svart/hvítar ljósmyndir af hreyfðum andlitsmyndum eftir Gerði Leifsdóttir.
Veturinn 2017 – 2018 var sýning á vöruhönnun í samvinnu við Listaháskóla Íslands og Hönnunarsafn Íslands. Tinna Gunnarsdóttir, prófessor í vöruhönnun í LHÍ valdi verk eftir nokkra af fyrrum nemendum skólans og gat þar að líta ljósmyndir af lokaverkefnum eða verk úr einstökum áföngum. Meðal þess sem nemendur gátu skoðað voru flöskur gerðar úr þara, skartperlur úr barnatönnum, gróður sem hreinsar jarðveg og margs konar efni sem framleidd voru úr víði. Þeir sem áttu verk á nemendahluta sýingarinnar voru: Elsa Dagný Ásgeirsdóttir, Birta Rós Brynjólfsdóttir Björn Steinar Jóhannesson Emilía Sigurðardóttir Johanna Seelemann Kristín Sigurðardóttir Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack Védis Pálsdóttir, Ari Jónsson og Sigrún Thorlacius. Sigríður Sigurjónsdóttir valdi verk úr Hönnunarsafni Íslands sem henni þóttu kallast á við skólastarfið og var þar meðal annars módel og skissur eftir arkitektinn Einar Þorstein Ásgeirsson, kerti í formi dýra eftir Þórunni Árnadóttur, leikfang gert úr fiskbeinum eftir Róshildi Jónsdóttir og flothetta eftir Unni Valdísi. Kennarar fengu kynningu frá þeim Tinnu og Sigríðir og kennarar fræddu svo nemendur. Á þemadögum var unnið út frá nokkrum verkefnanna.
Veturinn 2018 – 19 sýna myndlistarmennirnar Anna Hallin og Olga Bergmann. Sýningin heitir Ummerki og fjallar um tengslin milli vísinda og lista - raunveruleika og þess skáldaða. Sýndar eru ljósmyndir af fornleyfauppgreftri þar sem undarlegir hlutir koma upp úr jarðveginum. Í munaskápum skólans, innan um uppstoppaða fugla og önnur náttúrurfyrirbæri má sjá það sem fannst við uppgröftin og sýnist manni eins og þar sé um nýjar dýrategundir að ræða. Einnig eru sýndar vísindalegar teikningar með tilgátum um beinabyggingu, tannstæði veranna og fleira. Einnig má sjá teikningu af steingervingum sem líklega hafa verið alveg tvívíðar verur. Þessar verur birtast líka í gömlum postulínsdiskum sem einnig hanga uppi í skólanum. Olga og Anna fræddu kennara um sýninguna og munu vinna með ákveðnum hópum innan skólans.