Erasmus styrkur - fjölþjóðlegt samstarfsverkefni

on .

1. september 2017 fékk fjölþjóðlegt samstarfsverkefni Erasmus styrk til 24 mánaða. Verkefni Landakotsskóla, Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða og Kvennaskólans auk tveggja annarra landa, Finnlands og Danmerkur. Verkefnið heitir: Student voices, revitalizing the school system (Raddir nemenda: Nýju lífi blásið í menntakerfið). Tilgangurinn er að bera saman  og yfirfæra það besta úr skólanámskrá þessara fjögurra landa. Einnig er stefnt að því að skoða möguleika þess að auka samstarf á milli skólastiga. Með því að fá Reykjavíkurborg að verkefninu er leitast við að búa til módel, þ.e. samstarf skóla á mismunandi skólastigum, sem hægt er að yfirfæra á milli landa.

Samstarf við skóla í Kaupmannahöfn

on .

Landakotsskóli og Ingrid Jespersen Gymnasieskole í miðborg Kaupmannahafnar hafa gert með sér samkomulag um samvinnu, m.a. nemenda- og kennaraskipti.

Þetta er glæsilegur og metnaðarfullur skóli og hafa nemendur í 7. og 8. bekk verið í samskiptum við nemendur bréflega og er heimsókn til skólans á dagskrá á vormánuðum.

Heimasíða danska skólans er www.ijg.dk.