FIRST LEGO League
14. nóvember 2018
Hin árlega tækni- og hönnunarkeppni FIRST LEGO League fór fram í Háskólabíói laugardaginn 10.nóvember. Landakotsskóli státaði af einu yngsta liði í keppninnar og stóðu nemendur sig eins og hetjur. Var frammistaða þeirra og framkoma skólanum til sóma.
Tuttugu lið víða af landinu mættu til leiks í Háskólabíói og voru þátttakendur hátt í 200 talsins. Liðin höfðu unnið ötullega að undirbúningi í allt haust og mættu þrautþjálfuð til keppninnar, sem skiptist í fjóra meginhluta.
Í fyrsta lagi áttu keppendur að forrita vélmenni úr tölvustýrðu Legói sem ætlað var að leysa tiltekna þraut sem tengdist þema ársins, sem var himingeimurinn að þessu sinni. Þá áttu keppendur að vinna sjálfstætt rannsóknarverkefni sem einnig tengdist geimnum.
Liðið Myllarnir úr Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ sigraði keppnina og vann sér um leið þátttökurétt í norrænni keppni FIRST LEGO League.
Hér er að finna fleiri myndir frá keppninni.