FIRST LEGO League

on .

14. nóvember 2018

Hin ár­lega tækni- og hönn­un­ar­keppn­i FIRST LEGO League fór fram í Há­skóla­bíói laugardaginn 10.nóvember. Landakotsskóli státaði af einu yngsta liði í keppninnar og stóðu nemendur sig eins og hetjur. Var frammistaða þeirra og framkoma skólanum til sóma. 

Tutt­ugu lið víða af land­inu mættu til leiks í Há­skóla­bíói og voru þátt­tak­end­ur hátt í 200 tals­ins. Liðin höfðu unnið öt­ul­lega að und­ir­bún­ingi í allt haust og mættu þrautþjálfuð til keppn­inn­ar, sem skipt­ist í fjóra meg­in­hluta.

Í fyrsta lagi áttu kepp­end­ur að for­rita vél­menni úr tölvu­stýrðu Legói sem ætlað var að leysa til­tekna þraut sem tengd­ist þema árs­ins, sem var him­in­geim­ur­inn að þessu sinni. Þá áttu kepp­end­ur að vinna sjálf­stætt rann­sókn­ar­verk­efni sem einnig tengd­ist geimn­um.

Liðið Myll­arn­ir úr Myllu­bakka­skóla í Reykja­nes­bæ sigraði keppnina og vann sér um leið þátt­töku­rétt í nor­rænni keppni FIRST LEGO League.

Hér er að finna fleiri myndir frá keppninni.