Fjölbreytt verkefni í ensku í 5. bekk

on .

19. mars 2019

thumbnail penfriend picture

Í enskukennslu í 5. bekk hafa nemendur fengist við fjölbreytt verkefni. Til dæmis hafa þeir skrifað bréf til nemenda í skóla í Englandi sem heitir St Mary's High School í Chesterfield. Það ríkti mikil gleði og spenningur þegar bréf bárust til baka frá nýju pennavinunum ásamt smá gjöf sem var barmmerki skólans. Fleiri bréf eru nú á leiðinni á milli nemenda skólanna.
Einnig hefur verið unnið með orðaforða um kvikmyndir og kvikmyndagerð, nemendurnir hafa sameinað ensku og tölvufærni sína til að gera nokkur skemmtileg sýnishorn fyrir kvikmyndir sem þeir vilja sjá. Hér er hægt að skoða tvö sýnishorn Chadman and Co.MOV og Sophie and Co film