Þemadagar
2. apríl 2019
Í síðustu viku voru þemadagar í Landakotsskóla þar sem nemendur unnu með Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Fjölbreytt og skemmtileg verkefni voru búin til sem sett hafa verið upp um allan skólann. Fréttabréf var unnið í kjölfarið, með ljósmyndum og stuttum lýsingum á 13 mismunandi verkefnum sem hægt er að skoða hér á íslensku. In english
Landakotsskóli er UNESCO skóli og hefur þar með skuldbundið sig til að vinna með heimsmarkmiðin og halda upp á að minnsta kosti tvo alþjóðlega UNESCO daga. Á yfirstandandi skólaári var haldið lýðræðisþing með unglingadeildinni á Degi mannréttinda barna þann 20. nóvember. 21. febrúar var haldið upp á alþjóðlegan dag móðurmáls með umfjöllun um hvað væri móðurmál og unnu verkefni í kjölfarið sem hanga á hurðum bekkjanna. Með því að smella á myndina með fréttinni er hægt að skoða fleiri myndir frá þemadögunum.