Stærðfræðikennari frá Kaupmannahöfn í heimsókn
Smellið á myndina til að skoða fleiri myndir
Sandra Thulstrup er stærðfræðikennari í 1.-9. bekk í Ingrid Jespersens Gymnasieskole í Kaupmannahöfn. Hún heimsótti okkur hér í Landakotsskóla nýlega til að vinna með nemendum og kennurum í stærðfræði og hélt einnig fyrirlestur um þemað „modeling in mathematics teaching from 1st - 9th grade “, en það var einmitt aðferðin sem nemendur og kennarar fengu að kynnast.
Heimsókn Söndru Thulstrup er liður í ERASMUS skólaverkefninu „Student voices, revitalizing the school system“ (Raddir nemenda: Nýju lífi blásið í menntakerfið) sem er samstarfsverkefni Landakotsskóla, Þjónustumiðstöðvar miðborgar, vesturbæjar og hlíða, Kvennaskólans auk Ingrid Jespersens Gymnasieskole í Kaupmannahöfn og Munkkiniemen yhteiskoulu í Helskinki.
14. maí 2019