Nemendur heimsækja sýningu í Perlunni
21. nóvember 2019
Nú á haustdögum heimsóttu nemendur 8.-10.bekkjar sýningu Náttúruminjasafns Íslands í Perlunni. Sýningin heitir Vatnið í náttúru Íslands og fjallar um eina mikilvægustu auðlind landsins, vatnið okkar dýrmæta og mikilvægi fyrir farsæla framtíð og búsetu í landinu. Sýningin nýtir tæknina til að veita nemendum og fróðleiksfúsum gestum nýstárlega innsýn í leyndardóma vatnsins og áhrif þess á lífríkið, bergið og náttúruna í heild. Smellið á myndina til að skoða fleiri myndir frá heimsókninni.