Landakotsskóli stóð sig vel á Íslandsmóti ungmenna í skák

on .

Landakotsskóli átti þó nokkra fulltrúa á nýliðnu Íslandsmóti ungmenna helgina 28-29 nóvember. Færri komust að en vildu frá Landakotsskóla vegna fjöldatakmarkana. Krakkarnir sem mættu stóðu sig engu að síður með stakri prýði, bæði við borðið og hvað háttvísi varðar.  · 

  • · Iðunn Helgadóttir varð önnur í keppni um Íslandsmeistara stúlkna
  •    Adam Omarsson lenti í 3. sæti í flokki 13-14 ára.
  • · Jón Louie Thoroddsen hreppti bronsið í u8 flokknum.
  • · Helgi Nils endaði með 4 vinninga af 7 og hlaut hæfnisverðlaun fyrir, einnig í u8

 Frábær uppskera hjá krökkunum og ljóst að framtíðin er björt.

(Frétt: Leifur Þorsteinsson)

Iðunn Helgadóttir er hægra megin

 

Adam Omarsson er lengst til hægri
Jón Louie Thoroddsen er lengst til hægri