Nemendur A-deildar búa til skuggaleikrit

on .

Nemendur A-deildar sköpuðu skuggaleikrit úr indverskri þjóðsögu

 

Kennarar Landakotsskóla hafa margir þurft að hliðra til undanfarið og kenna ýmislegt annað en venjulega vegna hólfaskiptingarinnar sem við höfum vandað okkur sérstaklega með í skólanum frá upphafi.

Fjölhæfu kennararnir okkar þau Solveig og Hrafnkell nýttu sameiginlega krafta sína þegar þau gripu inn í kennslu A-hóps í alþjóðadeild allan nóvember með leiklist, tónlist og söng. Afraksturinn var sköpunarverkið Skuggaleikrit úr indversku þjóðsögunni When the moon was kind to her mother.

 

A-deild vann saman að því að skapa skuggaleikrit úr indverskri þjóðsögu