Útskriftarnemendur þreyta DELF í frönsku
Mikill metnaður er í frönskukennslu í Landakotsskóla. Á dögunum þreyttu fimm nemendur 10. bekkjar hið alþjóðlega DELF stöðumat í frönsku. Nemendur sem standast DELF fá frönskuáfanga metinn í framhaldsskóla. DELF vottun getur auðveldað ungu fólki að fá ýmsa styrki, atvinnutækifæri og sjálfboðastarf, ekki síst innan ESB, þar sem ávallt er þörf fyrir ungt fólk með góða færni í frönsku.