Landakotsskóli Íslandsmeistari grunnskólasveita

on .

Um helgina vann sveit Landakotsskóla frækna sigra á Íslandsmeistaramóti grunnskólasveita  og stóð uppi sem Íslandsmeistarar eftir mjög spennandi keppni við Vatnsendaskóla, Hörðuvallaskóla og Lindaskóla.

Samkvæmt heimsíðu Skák.is var sigur Landakotsskóla sannfærandi enda hafði sveitin 2,5 vinninga á þá næstu á eftir.  

Sveit Íslandsmeistara Landakotsskóla skipuðu:

  • Adam Omarsson
  • Iðunn Helgadóttir
  • Jósef Omarsson
  • Jón Louie Thoroddsen

Liðsstjóri var Leifur Þorsteinsson.

Sveit Landakotsskóla er Íslandsmeistarar 2021

Þar að auki hömpuðu Iðunn og Jósef 2. og 3. sæti í borðaverðlaunum, með 6 vinninga hvort.

Landakotsskóli fékk einnig verðlaun fyrir bestan árangur b-liða. Í b-liðinu voru:

  • Jakob Rafn Löve
  • Stefán Borgar Brynjólfsson
  • Þorsteinn Kári Pálmarsson
  • Sanan Sulehria
Landakotsskóli fékk líka verðlaun fyrir bestan árangur b-liða
Borðaverðlaunahafar Íslandsmótsins

Fréttin og lokastöðu mótsins má finna á Chess-Results. Fréttin og myndir eru fengnar að láni á heimasíðu Skáksambands Íslands, skak.is

Við óskum skáksnillingunum og liðstjóranum til hamingju og erum einstaklega stolt af þessum góða hópi.