27. janúar
Tölvur og notkun þeirra
Þetta er mér umhugsunarefni þessa dagana. Ég hvet foreldra til þess að hlusta á fyrirlestur á þessari slóð: http://www.fyrirlestrar.is/fyrirlestrar/ofnotkun-netsins-netfikn
Börnin hafa mikinn áhuga á tölvum og hann vex í réttu hlutfalli við aldur. Öll börn alast nú upp við þráðlaust net á heimili þar sem er tölva/tölvur og líklega hafa allir eldri nemendur skólans aðgang að tölvu í herbergi sínu. Ég hvet foreldra til þess að kynna sér bækling frá Vodafone um margvíslegar netvarnir; t.d. er hægt að slökkva á neti að kvöldlagi, setja upp síur sem loka á óþverra o.s.frv. Þá hef ég orðið var við að tölvuleikir hafa truflað nám nemenda, einkum drengja. Tölvur eru frábær tæki en ekki er allt gull sem glóir á netinu. Afar brýnt er að beina tölvunotkun inn á skapandi brautir.
Með góðri kveðju,
Sölvi