Ljósmyndasýning Spegill - gluggi

on .

Vel þekkt kenning skiptir skapandi ljósmyndurum í tvo flokka, annars vegar er það speglafólk, ljósmyndarar sem nota miðilinn sem tæki til tjá persónulegar hugmyndir, skoðanir og sýn, en hins vegar gluggafólk, sem notar ljósmyndavélina sem tæki til að skrá frásagnir um heiminn og reynslu annarra. Með hliðsjón af þessari kenningu má segja að Katrín falli í flokk speglaljósmyndara en Ragnar sé gluggaljósmyndari. Með nokkurri einföldun má tengja speglaljósmyndara við rómantík og á stundum dulhyggju, en gluggaljósmyndara við raunsæi og heimildaskráningu. Nánar má lesa um sýninguna hér.

ljosmyndasyning