Leikhús barnanna veturinn 2015-2016

on .

 

Fyrri leikverk: Undranóttin eftir Hlín Agnarsdóttir, Bangsímon leikgerð eftir Ingu Bjarnason, Draugarnir í Iðnó eftir Ingu Bjarnason, Rómeó og Júlía trúðleikur með texta Shakespeare í leikgerð eftir Ingu Bjarnason, Gullna hliðið eftir Davíð Stefánsson í leikgerð eftir Ingu Bjarnason, Jólunum aflíst og  Leikhús álfanna eftir Ingu Bjarnason.

Inga Bjarnason leikstjóri og leiklistarkennari: Stundaði nám í leiklist í Danmörku, Bretlandi og á Íslandi. Hún starfað í 10 ár sem leikari bæði hér heima og í bresku ferðaleikhúsi sem sýndi víðsvegar um Evrópu. Inga hefur leikstýrt á 5. tug leikverka hér heima og erlendis, bæði á leiksvið og í  útvarpi. Helstu sýningar sem hún hefur leikstýrt eru: Alaska og Kveðjuskál eftir Pinnter, Dauðadansinn etir Strindberg, Makbeð eftir Shakespeare, Medeu og Trójudætur eftir forngríska höfundinn Evripídes. Auk þess sem  hún hefur kennt leiklist við grunnskóla, framhaldskóla og í leikstjóradeild háskólans í Cardiff. Inga hefur fengið listamannalaun frá ríki og borg og árið 2008 lauk hún kennararéttindarnámi frá LHÍ.

 

Virginia Gillard leikari og trúður: Er fædd í Ástralíu og fékk sína fyrstu leikhúsreynslu átta ára gömul í Leikhúsi unga fólksins í Ástralíu og starfaði með Leikhúsinu öll sín barna og unglingsár.

Hún stundaði nám við National Institute of Drama Art, Centre, Sydney og Rada í London og hjá trúðmeistaranum Philippe Gaulier í París. Virginía starfaði svo í Sviss og London sem leikari, trúður ogg leikstjóri.

Frá árinu 1999 hefur hún einbeitt sér að trúðleik og kennslu. Hún var einn af stofnendum “Kærleika í Skotlandi” Clowndoctors og Elderflowers sem sérhæfir sig íað vinna með börnum, öryrkjum og öldruðu fólki og fjölskyldur þeirra inni á sjúkrastofnunum. Meginmarkmiðið er að veita þeim sem eru skertir af fötlum eða sjúkdómum gleði í gegnum leik.

Virginía hefur verið búsett á Íslandi frá 2011 og leikið í barnaleikritinu  Ævintýri Munkhasens í leikstjórn Ágústu Skúladóttir í Gaflaraleikhusið og kennt námskeið í trúðaleik fyrir fullorðna. Inga Bjarnason og Virginía Gillard hófu samstarf árið 2012 og er kennt bæði á íslensku og ensku.