Af Póllandsförum – áð í Berlín
Á leið sinni til Póllands, 13. október 2015, áðu nemendur 10. bekkjar Landakotsskóla í Berlín. Eftirfarandi er frásögn tveggja nemenda úr ferðinni, sem þeir sömdu undir leiðsögn Louise Harris. Hægt er að skoða myndir sem Margrét Ósk frá Berlínur (íslensk leiðsögn) tók af hópnum í nýju myndaalbúmi (af Póllandsförum) í myndasafni Landakotsskóla. Albúmið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.
= = = = = = = = = = = = = = = = = =
On the way to Poland the 10th grade students stopped in Berlin to see the sights. They enjoyed a walking tour of the city with Berlinur, an Icelandic tour company. Pictures from Berlin have now been added to a new photo album.
= = = = = = = = = = = = = = = = = =
Gunnhildur og Hrafnhildur
Við flugum til Berlínar og stoppuðum þar í ca. 5 tíma. Þar fengum við gott sýni af Berlín á stuttum tíma með leiðsögn um helstu staði, m.a. Brandenborgarhliðið, hluta af Berlínarmúrnum og staðinn þar sem neðanjarðar byrgi Hitlers var staðsett. Svo fórum við í rútu yfir til Wroclaw sem tók tæplega 4 tíma.
Næsta dag fórum við á Panorama safnið og sáum hæstu byggingu Póllands, en sáum ekki mikið vegna þokunnar sem lá yfir bænum. Við fengum síðan leiðsögn um bæinn og sáum fullt af áhugaverðum hlutum, s.s. litla dverga út um allt. Við fengum einnig að vita að fólk bjó neðanjarðar á meðan stríðinu stóð til þess að lifa og til að minnast þess voru styttur af fólki gangandi niður í jörðina
Þriðja daginn hittum við krakkana úr alþjóðlega skólanum og lærðum með þeim í fjórar kennslustundir. Svo fórum við á safn með mörgum mismunandi sýningum frá mismunandi tímabilum. Eftir það hittum við krakkana aftur ásamt fleiri þáttakendum í verkefninu. Við æfðum okkur að segja hvort öðru sögur frá okkar landi.
Síðasta daginn áttum við að fara í dýragarð en okkur var sagt að veðrið yrði slæmt og í staðinn fórum við á safn um sögu Wroclaw. Seinna kom í ljós að veðrið var með því besta sem við höfðum upplifað þessa daga. Leiðinni var síðan haldið aftur á hostelið þar sem við kvöddum krakkana. Eftir það hoppuðum við upp í rútuna sem keyrði beina leið í 5 klst. til Varsjá. Þaðan flugum flugum við heim í kuldann á Íslandi.
Maturinn var ágætur. Nánast hvern dag fengum við okkur frá stóra M-inu. Við fengum líka að smakka nokkra þjóðarrétti sem smökkuðust vel.
Við fengum góðan tíma í verslunarmiðstöðum og gátum eytt peningunum okkar í H&M. Það var mjög gaman. Við náðum að komast í allar verlsunarmiðstöðvarnar fyrir utan eina sem er staðsett utan bæjarins. Ferðin var allt í allt mjög skemmtileg.