Glæsilegur árangur skákliðs Landakotsskóla á Jólaskákmóti TR og SFS, 29. nóvember 2015

on .

Glæsilegur árangur skákliðs Landakotsskóla á Jólaskákmóti TR og SFS, 29. nóvember 2015Fámennt en öflugt skáklið Landakotsskóla tók þátt í Jólaskákmóti TR og SFS, sunnudaginn 30. nóvember 2015. Tefldar voru 6 umferðir. Þrátt fyrir að lið skólans hafi ekki verið fullmannað, sem þýddi að í hverri umferð dæmdist sjálfkrafa af því 1 vinningur, gerði það þrjú jafntefli og sigraði í einni viðureign. Stóðu krakkarnir sig eins og hetjur og lentu í 10. sæti á mótinu.

Í vetur hafa farið fram vikulegar skákæfingar bæði í eldri og yngri flokki í skólanum og mátti sjá árangur þess á mótinu um helgina. Æfingarnar fara fram á frístundartíma og æfir 1.-4. bekkur á föstudögum kl. 14:10 og 5.-10. bekkur á mánudögum, kl. 14:10. Allir velkomnir. 

Jólaskákmót TR og SFS, 29. nóvember 2015

Hægt er að skoða myndir sem Una mamma Iðunnar tók á mótinu í nýju myndaalbúmi í myndasafni Landakotsskóla. Myndasafnið má nálgast undir valstikunni Nemendur eða með því að smella hér.