Fréttir úr Kátakoti

on .

Kátakot

Kátakot, frístundin í Landakotsskóla er metnaðarfull frístund þar sem börnin fá að njóta sín í tónlist, myndlist, forritun, skák og kínversku svo eitthvað sé nefnt. Börnin okkar velja milli fiðlu, ukulele, hljómborðs og hljóðheima sem er tilraunir með hljóð (hljóðfæri). Einnig fáum við inn aðra aðila með t.d. tæknilegó og jóga. Við leggjum mikið upp úr því að börnin í frístundinni fái að leika sér frjálst og kynnast hvert öðru í leik. Okkur finnst mikilvægt að börnin fari eitthvað út á hverjum degi þar sem dagurinn er langur og gott að fá frískt loft og útrás á leikvellinum. Við erum 5 starfsmenn sem vinnum með börnin auk þeirra sem sjá um tónlist, myndlist, forritun, skák og kínversku. Boðið er uppá frístund frá 14:00 til 17:00.

Við erum: Erna, Fanney, Vilborg, Svetlana og Zita

Símanúmer frístundarinnar er 8930772

Hér getur að líta stundaskrá Kátakots.

 fristund15 16-page-001

Smellið á myndina til að stækka hana.